Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. júní 2009

Íslandspóstur segir póstum upp í Árneshreppi.

Póstarnir tveir Jón og Björn ásamt Guðbjörgu í Bæ 523.
Póstarnir tveir Jón og Björn ásamt Guðbjörgu í Bæ 523.
1 af 2

Nú hefur Íslandspóstur sagt upp landpóstunum tveim í Árneshreppi sem hafa séð um póstdreyfinguna í hreppnum með þryggja mánaða fyrirvara eða frá og með 31 ágúst næstkomandi.

Einnig var sagt upp dreyfingastöðvunum á Kjörvogi 522 og í Bæ 523 enn fyrirhugað er að dreyfingastöð verði áfram á Norðurfirði 524.

Það má segja að allt þetta hafi verið keðjuverkandi,því Gunnsteinn Gíslason á Norðurfirði sagði upp póstinum með þriggja mánað fyrirvara þar,en hann hefur séð um póstinn þar í fjölda ár.

Þannig að Íslandspóstur sá sér tækifæri að segja öllum upp og sameina dreyfingastöðvar í eina og þá á Norðurfirði,en fólk í sveitinni vildi hafa þá þessa einu stöð í Bæ 523 í miðsveitinni sem eðlilegast væri,enn að þessu leyti fer Íslandspóstur ekki að óskum heimamanna hné annarsstaðar á landinu.

Tilefnið er að sameina á  vöruflutninga fyrir útibú Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Norðurfirði og póstdreyfinguna sem er tvisvar í viku ,enn vöruflutningar  frá nóvember og til maí loka koma með flugi og þá einu sinni í viku á fimmtudögum,vörufutningabíll gengur frá júní til og út október.

Póstar í Árneshreppi hafa verið  Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík og Björn Torfason á Melum og hafa verið lengi póstar í hreppnum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. júní 2009

Fjölgar í Árneshreppi.

Það mun fjölga í Finnbogastaðaskóla í haust.
Það mun fjölga í Finnbogastaðaskóla í haust.

MBL.ís
Árneshreppur á Ströndum er eitt fámennasta sveitarfélag landsins og því er fjölgun í hreppnum eðlilega fagnað af Oddnýju Þórðardóttur oddvita. „Unga fólkið er fullt af hugmyndum og þeirra er framtíðin. Við getum bara verið jákvæð og bjartsýn," segir Oddný, oddviti í Árneshreppi.

Ein fæðing kom af stað keðjuverkun, sem leiðir til fjölgunar og í skólanum í Trékyllisvík fjölgar um hvorki meira né minna en 50% þegar nýr nemandi byrjar í skólanum í haust. Nemendur verða þrír í stað tveggja á þessu skólaári.

Elín Agla Briem skólastjóri og Hrafn Jökulsson eignuðust stúlku 20. maí sl. Skólastjórinn verður því í barneignarfríi næsta vetur. Elísa Ösp Valgeirsdóttir frá Árnesi 2 hefur verið ráðin skólastjóri næsta skólaár. Hún flyst ásamt fjölskyldu sinni í gamla prestssetrið í Trékyllisvík í næsta mánuði, en maður hennar er Ingvar Bjarnason og börnin Kári og Þórey. Kári byrjar í skólanum í haust.
Nánar á mbl.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. júní 2009

Strandhögg 12.til 14.júní.

Hákarlahjallur í Asparvík.
Hákarlahjallur í Asparvík.

Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna.

Nú, um áratug frá fyrstu Landsbyggðarráðstefnu félaganna tveggja, er efnt til ráðstefnu með breyttu sniði í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna. Ráðstefnan verður haldin á Ströndum, þar sem Þjóðfræðistofa hefur höfuðstöðvar sínar, helgina 12. - 14. júní 2009. Með þátttöku heimamanna og valinkunnra fræðimanna verður lögð áhersla á framsögu á vettvangi - allt frá Konungsvörðu og norður í Krossneslaug.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Strandhögg" en umfjöllunarefnið tengsl Íslands við umheiminn; dreifbýlis og höfuðstaðar; norðurs og suðurs; jaðars og miðju, bæði í staðbundnu samhengi sem þverþjóðlegu. Meðal annars verður vikið að blómlegri síðari alda handritamenningu á jaðri Evrópu; iðkun ímynda norðursins á erlendri grundu; iðnaði erlendra þjóða á Íslandi 17. aldar í óþökk konungs; förumönnum og þjóðfræði á mörkum mennskunnar; og framtíð fræða og lista á landsbyggðinni. Auk þess verður sagt frá þjóðfræði og sögu Stranda. Ráðstefnugestir munu gista á Hólmavík og nágrenni, en tekið verður vel á móti þeim bæði á Sauðfjársetri og Þjóðfræðistofu að ógleymdum öndvegisveitingastaðnum Café Riis. Þá verður farið í vettvangsferð norður í Árneshrepp og fluttir fyrirlestrar á hinum ýmsu áföngum ferðarinnar.

Dagskrána má sjá hér en góðir gistimöguleikar hér.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu irisel@hi.is. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að panta gistingu að eigin vali með því að hafa samband við staðarhaldara sem taldar eru upp undir gistimöguleikum. Taka þarf fram að pöntunin sé í tengslum við ráðstefnuna Strandhögg.

Verði er stillt í hóf. Þátttökugjald er 5000 kr. og eru allar rútuferðir (frá og til Reykjavíkur og á milli ráðstefnustaða) þar innifaldar.

Þessa fínu dagskrá mun enginn félagsmaður láta fram hjá sér fara - bókið strax.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu hér.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. júní 2009

Bændur bera á tún.

Borið á tún.
Borið á tún.
Bændur eru nú byrjuðu að bera tilbúin áburð á tún nú í vikunni sumir eru að byrja aðrir langt komnir.
Tún virðast koma nokkuð vel undan vetri,en þurrt hefur verið í veðri það sem af er mánuði en þokuloft í gær og í morgun og nokkuð svalt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. júní 2009

AssA, þekking & þjálfun – nýjung í ferðaþjónustu í Trékyllisvík.

Fallegt er á Ströndum.Mynd IV.
Fallegt er á Ströndum.Mynd IV.
1 af 3
Fréttatilkynning.

AssA, þekking & þjálfun er nýtt fyrirtæki í Trékyllisvík á Ströndum sem býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir göngufólk á leið á Hornstrandir, upplifunarleiðsögn um Trékyllisvík og hópefli fyrir alla þá sem vilja eiga skemmtilegar stundir á Ströndum í sumar, hvar sem er á svæðinu frá Hólmavík norður í Ófeigsfjörð.  Þjónustan er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins hvað varðar áherslur, tímasetningu, tímalengd og staðsetningu.

Veganesti er undirbúningsnámskeið fyrir göngufólk á leið á Hornstrandir.  Tilvalið að staldra við þar sem vegurinn endar og óbyggðirnar taka við og undirbúa sig undir ógleymanlegt ferðalag.  Lögð er áhersla á innra ferðalagið sem á sér stað samhliða göngu um þetta einstaka svæði.  Hvernig getur þú/þið fengið sem mest út úr ferðinni?  Öðruvísi námskeið fyrir bæði byrjendur og vana. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júní 2009

Áætlunarferðir Strandafraktar hafnar.

Flutningabíll Strandafraktar og Gæi bílstjóri.Myndasafn.
Flutningabíll Strandafraktar og Gæi bílstjóri.Myndasafn.
Nú í gær hóf Strandafrakt áætlunarferðir með flutningabíl frá Reykjavík Hólmavík-Norðurfjörður.
Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur og til Norðurfjarðar á miðvikudögum.
Þessar ferðir standa út október.
Áður var bíllinn búin að koma að sækja grásleppuhrogn.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júní 2009

Kraftur í vestfirsku menningarlífi.

Styrkþegar.Mynd Menningaráð Vestfjarða.
Styrkþegar.Mynd Menningaráð Vestfjarða.
Fréttatilkynning.
Það var mikið um dýrðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær þegar úthlutað var styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum. Þetta var fjórða úthlutun Menningarráðs Vestfjarða og var nú úthlutað samtals 21 milljón til 48 verkefna af margvíslegum toga. Framlög til einstakra verkefna voru á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljón og voru verkefni sem fengu milljón eða meira óvenjulega mörg að þessu sinni eða 7 talsins. Margvíslegt samstarf og samvinna milli einstaklinga og stofnanna, listgreina og svæða, setti svip á úthlutunina að þessu sinni og kraftmikil samstarfsverkefni eru býsna áberandi í hópi þeirra verkefna sem fengu styrki. Næst verður auglýst eftir umsóknum í haust.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júní 2009

Yfirlit yfir veðrið í maí 2009.

Fjöll eru enn talin flekkótt 31 maí.Örkin 634 metrar.
Fjöll eru enn talin flekkótt 31 maí.Örkin 634 metrar.
Veðrið í Maí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum fyrstu þrjá dagana með sæmilegum hita,síðan voru N og NA áttir fram til 9 mánaðar,með allmiklu hreti sjöunda og áttunda.

Suðlægar vindáttir frá tíunda til fjórtánda með hlýindum og snjór bráðnaði hratt á láglendi og í fjöllum.

Síðan Norðlæg eða breytilegum vindáttum og kólnaði talsvert með þokulofti og úrkomu með köflum.Það snarhlýnaði aftur þann 28 með suðlægum vindáttum út mánuðinn.

Byrjað var að setja lambfé  á tún nokkru fyrr enn í fyrra eða um 18,í stað 23 í fyrra.

Ræktuð tún farin að taka vel við sér stax um 20 og orðin vel græn um mánaðarmót,og úthagi farin að taka vel við sér.

Jörð á láglendi hefur verið talin alauð frá 10 maí,og er það þrem dögum fyrr en í fyrra.

Flekkótt fjöll eru enn í lok mánaðar.


Meira
| þriðjudagurinn 2. júní 2009

Minningarmót um Guðmund í Stóru-Ávík haldið í Djúpavík 19. og 20. júní

Ingólfur í Árnesi og Guðmundur í Stóru-Ávík að tafli sumarið 2005.
Ingólfur í Árnesi og Guðmundur í Stóru-Ávík að tafli sumarið 2005.
1 af 5
Skákhátíð verður haldin í Árneshreppi á Ströndum dagana helgina 19. til 21. júní. Í Djúpavík verður efnt til Minningarmóts Guðmundar Jónssonar í Stóru-Ávík og hraðskákmót haldið í Kaffi Norðurfirði.

Skákfélagið Hrókurinn stendur að hátíðinni í Árneshreppi, annað árið í röð. Í fyrra sigraði Helgi Ólafsson stórmeistari á vel skipuðu og skemmtilegu atskákmóti í Djúpavík.

Tíu umferðir verða tefldar á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar, þar af fjórar föstudagskvöldið 19. júní og sex daginn eftir. Hraðskákmót verður svo haldið sunnudaginn 21. júní.

Gestum á skákmótinu gefst kostur á að kynnast stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu mannlífi í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi. Akstur frá Reykjavík og Akureyri tekur um það bil 5 klukkustundir.

Hægt er að panta gistingu í Hótel Djúpavík (sími 4514037), hjá Margréti á Bergistanga (sími 4514003), hjá Eddu í Norðurfirði (sími 5544089) og hjá Guðbjörgu sem leigir út svefnpokapláss og tjaldstæði hjá Finnbogastaðaskóla (sími 4514012). Einnig er hægt að fá tjaldstæði í Djúpavík. Gestir eru hvattir til að bóka gistingu sem fyrst.

Skráning á mótið er hjá Róbert Harðarsyni í chesslion@hotmail.com og síma 6969658 og Hrafni Jökulssyni í hrafnjokuls@hotmail.com og síma 6633257.

Guðmundur Jónsson (1945-2009) í Stóru-Ávík var mikill og ástríðufullur skákáhugamaður og tók meðal annars þátt í hátíðinni á síðasta ári. Hann lést 25. apríl síðastliðinn og með hátíðinni í júní vilja vinir hans og félagar heiðra minningu góðs drengs.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009

Fréttatilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Fréttatilkynning.

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 29. maí 2009.

Árið 2008 var gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri fjórða árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var yfir meðallagi og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins. 

 

Á árinu 2008 varð afkoma Orkubús Vestfjarða heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 28 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 108,7 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2008 er hagnaður ársins um 57,8 Mkr..  Afskriftir námu alls 202 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls 5.125 Mkr. og heildarskuldir alls 672 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.452 Mkr. sem er um 86,9 % af heildarfjármagni. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. hafa ekki verið endurmetnar.

 

Á árinu 2008 var 413,8 Mkr. varið til fjárfestinga og auk var um 180 Mkr varið í borholu í Tungudal, en árangur af boruninni varð því miður enginn.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Úr sal Gestir.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
Vefumsjón