Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. júní 2009
Prenta
Frábær sýning Leikfélags Hólmavíkur í Trékyllisvík í gærkvöldi.
Leikfélagið sýndi leikritið Viltu finna milljón? sem er gamanfarsi eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S Jónssonar.
Leikritið er í tveimur þáttum með stuttu hléi á milli.
Leikfélag Hólmavíkur er þriðja leikfélagið á Íslandi sem setur leikverkið upp,en áður var það sett upp í Borgarleikhúsinu 2007 við fádæma vinsældir og síðan hjá Leikfélagi Sauðárkróks í Sæluviku 2008.
Um fimmtíu manns komu á sýninguna í Félagsheimilinu í Árnesi í gærkvöldi og hlógu gestir mikið allan tímann.Í lok sýningar voru leikendur margklappaðir upp og fagnað mikið.
Nokkrar myndir koma hér með frá leikritinu.