Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. júní 2009 Prenta

NV Vestfirðir á Kaffi Sælu á Tálknafirði.

Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.
Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.

NV Vestfirðir heldur áfram för sinni um Vestfirði, en næsta stopp mun vera á Tálknafirði á nýopnuðu kaffihúsi Ársæls Níelssonar og Birnu Guðnadóttur,Kaffi Sælu.

Sýndar verða 7 ljósmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason.

Er þessi sýning liður í verkefni sem sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða og fékk styrk til þessa ferðalags um Vestfirði. Mun verða nýbreytni í opnun á þessum stað, en hljómsveitin Megakukl mun spila við opnun sýningarinnar en það er liður í samstarfi Guðmundar Hjaltasonar og Ágústar Atlasonar, en Guðmundur hlaut einnig styrk frá Menningarráði til að flytja tónlist um alla Vestfirði. Hugur er á áframhaldandi samstarfi beggja aðila til að gera sem mest úr tónleikum/ opnun á hverjum stað sem hægt er að nota þetta fyrirkomulag. Eru allir hvattir til að mæta á Kaffi Sælu á föstudagskvöldið kemur!

http://kaffi.westfjords.com/

http://gusti.is

Meiri upplýsingar:

Ágúst G. Atlason 840 4002

Ársæll Níelsson 847 3832

Guðmundur Hjaltason 8924568

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón