Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. maí 2009

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2009.

Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23/04-2009.Það snjóaði þá og blindbylur daginn eftir.
Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23/04-2009.Það snjóaði þá og blindbylur daginn eftir.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hita yfir frostmarki fyrstu daga mánaðar síðan vægt frost framí miðjan mánuð,þá hlýnaði í veðri.Kólnaði og snjóaði talsvert 23 Sumardaginn fyrsta og 24,eftir það fór nú hiti að hækka aftur með austlægum og suðlægum vindáttum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2009

Aurskriða og snjóflóð í Urðunum.

Snjóflóðið náði yfir veginn og niðrí sjó.
Snjóflóðið náði yfir veginn og niðrí sjó.
1 af 3
Talsvert aurskriða og snjóflóð féll í svonefndum Urðum,það er á veginum til Norðurfjarðar,þar sem Stórakleifarbrekkan byrjar í gærkveldi.

Allt hefur byrjað þannig að stór steinn hefur losnað lengst uppí fjalli í klettabeltinu og oltið niður og komið aurskriðu á stað og síðan lent í snjó sem varð síðan að snjóflóði sem fór niðrá veg og yfir veginn og niðrí sjó.

Snjóflóðið er mjótt en nokkuð hátt þar sem það fór yfir veginn.

Steinninn sem er mjög stór og er klofinn í tvennt og liggur nú í fjöruborðinu.

Vegurinn var síðan opnaður strax í gærkvöld.

Mjög algengt er að snjóflóð falli þarna.
Fréttamaður Litlahjalla fór á vettfang í morgun og skoðaði aðstæður og tók meðfylgjandi myndir.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. apríl 2009

Bifreiðaskoðun á Hólmavík 4 til 8 maí.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík í fyrra.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík í fyrra.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 4 til föstudagsins 8 maí.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi.
Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem fyrirhuguð er 1 og 2 september með endastafi 8,9,eða 0.
Ný skoðunarstöð er nú komin í Búðardal þar er skoðað 8 sinnum á ári í tvo daga í senn,tímapantanir í síma:570-9090.
Færanlega skoðunarstöðin verður ekki staðsett á Borðeyri hné á Reykhólum að þessu sinni heldur vísað í hina nýju stöð í Búðardal.
Sími í færanlegu skoðunarstöð Frumherja er 854 4507.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. apríl 2009

Veðurstöðin í frí.

Mælaskýli í L-Á.
Mælaskýli í L-Á.
Ekkert veðurskeyti mun berast frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá hádegi á morgun og fram á laugardag vegna að veðurathugunarmaðurinn Jón G Guðjónsson fer í smá frí.
Síðasta veðurskeyti verður sent kl 09:00 í fyrramálið og vonandi byrjað aftur kl 06:00 að morgni laugardags 2 maí,að öllu ófyrisjánlegu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. apríl 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27 apríl 2009.

Mynd Lögreglan.is
Mynd Lögreglan.is
Lögregla sinnti verkefnum um liðna helgi vegna kosninganna,  m.a. flutning á kjörgögnum og sá síðan um að safna saman kjörkössunum í umdæminu. Nokkuð greiðlega gekk að koma kjörkössum til Borgarness, þar sem talning fór fram.  Flogið var með kjörgögnin af  norðanverðum Vestfjörðum frá Ísafirði og  var gert ráð fyrir að millilent yrði á Bíldudal til að taka kjörgögn af suður svæðinu.  Þar sem ekki reyndist unnt að lenda þar var ekið með kjörgögnin til Borgarness.  Kjörgögnum úr Strandasýslu var ekið til Borgarness.

Umferðin gekk ekki alveg óhappalaus fyrir sig.  Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæminu.  23 apríl varð útafakstur á Djúpvegi við Engidal, fjarlægja þurfti ökutækið með krana af vettvangi og annað minniháttar umferðaróhapp varð á Ísafirði.  24 apríl var ekið utan í vegrið á Hnífsdalsvegi, talsverðar skemmdir á ökutækinu.  26 apríl varð bílvelta á Djúpvegi í Álftafirði á Kambsnesi.  Ökumaður kenndi sér eymsla og fór sjálfur til skoðunar á sjúkrahúsið á Ísafirði.  Talsvert tjón varð á ökutækjum í þessum óhöppum.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur og einn stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

23 apríl sumardaginn fyrsta  seinni part dags var komin stóðhríð og ekkert ferðaveður á Klettshálsi og voru vegfarendur þar í verulegum vandræðum, vegna veðurs og ófærðar og var björgunarsveitin Lónfell kölluð til aðstoðar og voru björgunarsveitarmenn fram eftir kvöldi að aðstoða vegfarendur til byggða.

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. apríl 2009

Úrslit alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi 25 apríl 2009.

Norðvestur kjördæmi.
Norðvestur kjördæmi.
 FlokkurAtkvæðiHlutfall Þingmenn
B Framsóknarflokkur 3967 22,53% 2
D Sjálfstæðisflokkur  4037  22,93% 2
Frjálslyndi flokkurinn  929  5,28% 0
O Borgarahreyfingin  587  3,33% 0
P Lýðræðishreyfingin 66 0,37% 0
S Samfylkingin 4001 22,73% 2
V Vinstrihreyfingin - grænt framboð 4018 22,82% 3
Á kjörskrá voru 21294
Kjörsókn var 18213
Auðir seðlar voru 558
Ógild atkvæði voru 50.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. apríl 2009

Úrslit alþingiskosninganna 2009.

Landið allt.
Landið allt.

Landið allt

 FlokkurAtkvæðiHlutfall  Þingmenn
B Framsóknarflokkur 27699 14,80% 9
D Sjálfstæðisflokkur  44369  23,70% 16
Frjálslyndi flokkurinn  4148  2,22% 0
O Borgarahreyfingin  13519  7,22% 4
P Lýðræðishreyfingin 1107 0,59 0
S Samfylkingin 55758 29,79% 20
V Vinstrihreyfingin - grænt framboð 40580 21,68 14
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009

Útstrikanir í NV-kjördæmi breyta engu.

Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.

MBL.ÍS.
Rúmlega 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi strikuðu yfir nöfn þriggja frambjóðenda.

Flestir strikuðu yfir nafn Ólínu Þorvarðardóttur, sem skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar. Þá voru á annað hundrað útstrikanir yfir nafn Jóns Bjarnasonar, oddvita á lista VG og tæplega 100 strikuðu yfir nafn Ásbjörns Óttarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Útstrikanirnar breyta engu um röð þingmanna. Ekki er gert ráð fyrir að búið verð að telja útstrikanir í öðrum kjördæmum fyrr en á morgun eða þriðjudag.
Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins www.mbl.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009

Málþing á Bíldudal 5 maí.

Þriðjudaginn 5. maí  nk. kl. 17:00 til 20.00  verður málþing „Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða". Það eru Atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem boðar til þingsins sem haldið verður í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal. Þangað eru boðaðir fulltrúar starfandi fyrirtækja og fulltrúar lögbýla á suðursvæðinu. Fyrr í haust var gerð könnun meðal þeirra í Vesturbyggð og verða niðurstöður hennar m.a. kynntar á þinginu.

 

Málþingið er öllum opið.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009

Bráðabrigða úrslit í Norðvestur kjördæmi.

Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.
Þetta er birt með fyrirvara um úrslit vegna talningu á útstrikunum á listum.
Kjördæmakjörnir
Ásbjörn Óttarsson (D)
Jón Bjarnason (V)
Guðbjartur Hannesson (S)
Gunnar Bragi Sveinsson (B)
Einar K. Guðfinnsson (D)
Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)
Ólína Þorvarðardóttir (S)
Guðmundur Steingrímsson (B)
Uppbótar 
Ásmundur Einar Daðason (V)

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
Vefumsjón