Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. maí 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11 til 18 maí 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Lögreglan sinnti hefðbundnum verkefnum í s.l. viku við umferðareftirlit og tilfallandi verkefnum.  Límt var á nokkrar bifreiðar boðunarmiði vegna vanrækslu á að færa viðkomandi bifreiðar til skoðunar.  Þá voru tveir aðilar kærðir vegna hraðaksturs í Hrútafirði.  Eitt umferðaróhapp varð í vikunni  á Vestfjörðum.  

Fimmtudaginn 14 maí var bifreið ekið útaf á Dynjandisheiði, ekki slys á fólki, en bifreiðin óökuhæf og þurfti því að flytja hana af vettvangi með kranabíl.

Miðvikudaginn 13 maí varð vinnuslys í Bolungarvíkurgöngum, Hnífadalsmegin, þar féll grjót á bak eins starfsmanns og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Þá var talsverður erill vegna ölvunar um helgina.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. maí 2009

Sauðfjársetrið í Sævængi opnað.

Alfreð Halldórsson.
Alfreð Halldórsson.
Næstkomandi föstudag, 22. maí kl. 20:00, verður formleg opnun í Sauðfjársetrinu í Sævangi á sérsýningu um Alfreð Halldórsson sauðfjárbónda á Kollafjarðarnesi. Sýningin er sett upp og unnin af þeim Kristínu Jónsdóttur og Söru Regínu Valdimarsdóttur, en hún var áður uppi á Þjóðminjasafninu sem hluti af sérsýningunni Lífshlaup. Sýningin hefur nú verið stækkuð talsvert og munum, myndum og texta bætt við. Afkomendur Alfreðs og Sigríðar Sigurðardóttur munu í tilefni opnunarinnar bjóða gestum upp á veglegar veitingar; kaffi og meðlæti eins og það tíðkaðist á Kollafjarðarnesi og gerðist hvað best á Ströndum. Einnig verður tónlistaratriði og Jón Alfreðsson mun lesa vel valin brot úr dagbókum föður síns. Allir Strandamenn eru hvattir til að mæta í Sauðfjársetrið á föstudaginn, en sýningin verður að líkindum uppi næstu tvö sumur.

Alfreð Halldórsson var fæddur í Miðdalsgröf  22. maí 1902. Hann tók við þeirri jörð fyrir tvítugt í samvinnu við móðurbróður sinn. Hann kvæntist Sigríði Sigurðardóttur árið 1926. Þau fluttust að Stóra-Fjarðarhorni árið 1933 og bjuggu þar í tvíbýli til ársins 1955. Þá fóru þau að Kollafjarðarnesi þar sem þau byggðu upp allan húsakost fyrir stórt fjárbú og votheysverkun en Alfreð var einn af frumkvöðlum hennar hér á landi. Á Kollafjarðarnesi bjuggu þau félagsbúi með syni sínum. Alfreð fylgdist vel með öllu er viðkom búskapnum og hélt dagbók frá unga aldri. Hann taldi það skyldu hvers manns að sinna samfélagslegum störfum og sat hann í hrepps- og sýslunefndum um áraraðir. Árið 1975 hætti hann búskap og fluttist til Hólmavíkur ásamt konu sinni þar sem hann bjó til dánardægurs árið 1981.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. maí 2009

Tónleikar í Árbæjarkirkju.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
1 af 2
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju laugardaginn 16. maí kl. 17:00

 

Þar syngur kórinn undir stjórn Krisztinu Szklenár. Píanóleikari á tónleikunum verður Kitty Kovács og fiðluleikari Balázs Stankowsky.

Efnisskrá kórsins að þessu sinni er talsvert frábrugðin því sem verið hefur undanfarin ár. Vegna utanlandsferða kórsins m.a. til Ungverjalands síðastliðið sumar og til Kanada árið 2006 og Ítalíu árið 2004 þar sem kórinn kom oft fram í kirkjum hefur efnisskráin verið blönduð trúarlegum söngvum og íslenskum þjóðlögum. Að þessu sinni er dægurlagabragur á efnisskránni og vonum við að áheyrendur kunni að meta það.

Miðaverð er 1.800 kr. fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn 14 ára og yngri

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. maí 2009

Stór steinn á veginum.

Steinninn í Stórukleifabrekkunnu.Guðmundar sæti hins góða í steininum til hægri á myndinni niður við sjóinn.
Steinninn í Stórukleifabrekkunnu.Guðmundar sæti hins góða í steininum til hægri á myndinni niður við sjóinn.
Í dag féll stór steinn á veginn efst í Stórukleifarbrekkunni á veginum til Norðurfjarðar.
Ekki er alveg vitað hvenær steinninn féll á veginn,en steinninn er talsvert stór og féll á miðjan veginn.
Heppni verður að teljast að engin bíll var þarna á ferðinni þegar steinninn féll.
Talsvert er um grjóthrun á þessum slóðum.
Aldrei er vitað til að slys hafi orðið þarna,enda eru kleifarnar og urðirnar vígðar af Guðmundi hinum góða biskup.
Vegagerðin er búin að gera ráðstafanir að koma steininum af veginum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. maí 2009

Ævintýrahandbók fjölskyldunnar um Vestfirði.

Notið gönguferðar og góða veðursins í Norðurfirði.
Notið gönguferðar og góða veðursins í Norðurfirði.
Markaðsstofan, Vaxtasamningur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa tekið höndum saman um að gefa út Ævintýrahandbók fyrir fjölskylduna um Vestfirði.

Þar verður að finna spennandi og skemmtileg ævintýri sem fjölskyldur geta upplifað saman á Vestfjörðum í sumar. Markmiðið er að hjálpa fjölskyldum að finna sér spennandi verkefni og lenda í litlum ævintýrum á Vestfjörðum.

Núna stendur efnisöflun yfir og allir þeir sem hafa eitthvað skemmtilegt uppá að bjóða fyrir börn og fjölskyldur geta snúið sér til aðila í ritnefnd:

Jón Páll hjá Markaðsstofu Vestfjarða: jonpall@westfjords.is
Ásgerður hjá AtV! est á Ísafirði: asgerdur@atvest.is
Viktoría hjá AtVest á Hólmavík: viktoria@atvest.is
Guðrún hjá AtVest á Patreksfirði: gudrun@atvest.is 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. maí 2009

Menningarvaka Vestfirðingafélagsins.

Tálknafjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
Tálknafjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
Fréttatilkynning.
Hin árlega Menningarvaka Vestfirðingafélagsins verður haldinn í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, fimmtudaginn 14. maí og hefst kl. 20.00
Á dagskránni verður m.a.
1. Formaður Guðríður Hannibalsdóttir setur samkomuna.
2. Aðalsteinn Eiríksson, varaformaður minnist Sigríðar Valdemarsdóttur.
3. Söngvararnir Stefán Helgi Stefánsson og Davíð Ólafsson flytja nokkra sumarsmelli við undirleik Helga Hannessonar.
4. Veitingar: Ostar og ávaxtadrykkir ásamt að heitt verður á könnunni.
5. Hin hliðin á Sigríði Valdemarsdóttur - Sigurður H. Magnússon.
6. Fjöldasöngur.
Dagskrárstjóri: Sigurbjörg Björgvinsdóttir
Aðgangseyrir kr. 1.500.- sem rennur óskiptur til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku.

 

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. maí 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4 maí til 11 maí 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Frekar tíðindalítið var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.  Talsvert var um að vegfarendur væru í vandræðum vegna færðar og veðurs  í vikunni og voru 7 aðstoðarbeiðnir skráðar hjá lögreglu og um að ræða aðstoð á Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi.  Björgunarsveitir voru fengnar til aðstoðar þessi skipti og gengu björgunaraðgerðir vel, öllum var bjargað til byggða.

Föstudaginn 8 maí varð eitt umferðaróhapp á þjóðvegi 60, Vestfjarðarvegi í Reykhólasveit við bæinn Klett, þar hafnaði bifreið fyrir utan veg, talsvert tjón á ökutækinu.  Ökumaður kenndi sér eymsla eftir óhappið og fór sjálfur til skoðunar hjá lækni.

Þá voru 3 stöðvaðir fyrr of hraðan akstur í umdæminu og sá sem hraðast ók, var mældur á 130 km/klst., á Barðastrandarvegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. maí 2009

Kristín Sigurrós stýrir Hamingjudögum.

Kristín S Einarsdóttir.
Kristín S Einarsdóttir.
Sveitarfélagið Strandabyggð hefur gengið frá ráðningu Kristínar S. Einarsdóttur sem framkvæmdastjóra fyrir bæjarhátíðina Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin verður 3.-5. júlí í sumar í fimmta skipti. Í viðtali við strandir.is sagðist Kristín búast við að hátíðin yrði með hefðbundnu sniði í sumar, en þó yrði líklega lagt meira upp úr framlagi heimamanna og minna um aðkeypt skemmtiatriði. Þá væri öruggt að hátíðin yrði glæsileg að venju. Óvíst væri hins vegar hvort lagt yrði út í lagakeppni að þessu sinni, en það skýrist væntanlega á næstunni.
Þetta kemur fram á
www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. maí 2009

Tilkynning frá Átthagafélagi Strandamanna.

Átthagafélag Strandamanna.
Átthagafélag Strandamanna.
Hinn sívinsæli kaffidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Gullhömrum í Grafarholti sunnudaginn 10. maí nk. kl. 15:00.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Logafold 1, Grafarvogi miðvikudaginn 13. maí kl. 20:30.

Stjórnin.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. maí 2009

Frá Finnbogastöðum.

Hilmar Hjartarson pípulagningarmaður við vinnu í aðalbaðherbergi.
Hilmar Hjartarson pípulagningarmaður við vinnu í aðalbaðherbergi.
Síðast var skrifað hér á vefnum um uppbyggingu á Finnbogastöðum þann 5 apríl.

Nú kemur smá lýsing:

Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir var við að grunna og sparsla og síðan að mála og er svefnherbergisálma nú máluð,loft eftir.

Um mánaðarmótin apríl maí kom Hilmar Hjartarson pípari norður og lagði fyrir neysluvatni einnig var settur up rafmagnshitakútur fyrir heita neysluvatnið.

Þá var sett upp baðkar og salerni í aðalbaðherbergi.

Og einnig vaskur og salerni á litla snyrtiherbergið þar sem gengið er inn bakdyrameginn.

Einnig er búið að leggja meir í gólf flotefni.

Guðmundur Þorsteinsson hefur hug á að flytja inn nú fyrir sauðburð að einhverju leiti,en eldhúsinnréttingu fær hann nú næstu daga.
Nokkrar myndir eru komnar í myndasafn Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Úr sal.Gestir
Vefumsjón