Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. maí 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4 maí til 11 maí 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Frekar tíðindalítið var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.  Talsvert var um að vegfarendur væru í vandræðum vegna færðar og veðurs  í vikunni og voru 7 aðstoðarbeiðnir skráðar hjá lögreglu og um að ræða aðstoð á Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi.  Björgunarsveitir voru fengnar til aðstoðar þessi skipti og gengu björgunaraðgerðir vel, öllum var bjargað til byggða.

Föstudaginn 8 maí varð eitt umferðaróhapp á þjóðvegi 60, Vestfjarðarvegi í Reykhólasveit við bæinn Klett, þar hafnaði bifreið fyrir utan veg, talsvert tjón á ökutækinu.  Ökumaður kenndi sér eymsla eftir óhappið og fór sjálfur til skoðunar hjá lækni.

Þá voru 3 stöðvaðir fyrr of hraðan akstur í umdæminu og sá sem hraðast ók, var mældur á 130 km/klst., á Barðastrandarvegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón