Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4 maí til 11 maí 2009.
Frekar tíðindalítið var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku. Talsvert var um að vegfarendur væru í vandræðum vegna færðar og veðurs í vikunni og voru 7 aðstoðarbeiðnir skráðar hjá lögreglu og um að ræða aðstoð á Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi. Björgunarsveitir voru fengnar til aðstoðar þessi skipti og gengu björgunaraðgerðir vel, öllum var bjargað til byggða.
Föstudaginn 8 maí varð eitt umferðaróhapp á þjóðvegi 60, Vestfjarðarvegi í Reykhólasveit við bæinn Klett, þar hafnaði bifreið fyrir utan veg, talsvert tjón á ökutækinu. Ökumaður kenndi sér eymsla eftir óhappið og fór sjálfur til skoðunar hjá lækni.
Þá voru 3 stöðvaðir fyrr of hraðan akstur í umdæminu og sá sem hraðast ók, var mældur á 130 km/klst., á Barðastrandarvegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.