Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. maí 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11 til 18 maí 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Lögreglan sinnti hefðbundnum verkefnum í s.l. viku við umferðareftirlit og tilfallandi verkefnum.  Límt var á nokkrar bifreiðar boðunarmiði vegna vanrækslu á að færa viðkomandi bifreiðar til skoðunar.  Þá voru tveir aðilar kærðir vegna hraðaksturs í Hrútafirði.  Eitt umferðaróhapp varð í vikunni  á Vestfjörðum.  

Fimmtudaginn 14 maí var bifreið ekið útaf á Dynjandisheiði, ekki slys á fólki, en bifreiðin óökuhæf og þurfti því að flytja hana af vettvangi með kranabíl.

Miðvikudaginn 13 maí varð vinnuslys í Bolungarvíkurgöngum, Hnífadalsmegin, þar féll grjót á bak eins starfsmanns og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Þá var talsverður erill vegna ölvunar um helgina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
Vefumsjón