Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. maí 2009
Prenta
Frá Finnbogastöðum.
Síðast var skrifað hér á vefnum um uppbyggingu á Finnbogastöðum þann 5 apríl.
Nú kemur smá lýsing:
Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir var við að grunna og sparsla og síðan að mála og er svefnherbergisálma nú máluð,loft eftir.
Um mánaðarmótin apríl maí kom Hilmar Hjartarson pípari norður og lagði fyrir neysluvatni einnig var settur up rafmagnshitakútur fyrir heita neysluvatnið.
Þá var sett upp baðkar og salerni í aðalbaðherbergi.
Og einnig vaskur og salerni á litla snyrtiherbergið þar sem gengið er inn bakdyrameginn.
Einnig er búið að leggja meir í gólf flotefni.
Guðmundur Þorsteinsson hefur hug á að flytja inn nú fyrir sauðburð að einhverju leiti,en eldhúsinnréttingu fær hann nú næstu daga.
Nokkrar myndir eru komnar í myndasafn Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging.