Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009 Prenta

Eldri borgarar á faraldsfæti.

Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
BB.ÍS
Eldri borgarar í Strandasýslu luku þriggja daga viðburðarríkri ferð um Ísafjörð og nágrenni í fyrradag. Um fjörutíu manns voru í ferðinni sem vakti mikla lukku enda áhugaverð og skemmtileg dagskrá í boði alla dagana. Ferð eldri borgarana hófst á sunnudag er lagt var upp frá Hólmavík. Stoppað var í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þar sem sr. Baldur Vilhelmsson kynnti merka sögu staðarins eins og honum er einum lagið. Þaðan var haldið til Bolungarvíkur þar sem gestirnir fengu leiðsögn Finnboga Bernódussonar um safnið í Ósvör.

Á mánudag fór hópurinn í siglingu um Jökulfirði með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar og var farið í land á Hesteyri. Þessi vinsæli ferðamannastaður vakti mikla lukku meðal gestanna enda nutu þeir gestrisni Birnu Pálsdóttur, staðarhaldara Læknishússins á Hesteyri. Um kvöldið var síðan slegið upp alvöru harmonikkuballi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ferðinni lauk síðan í gær með siglingu út í Vigur. Að sögn Sigursteins Sveinbjörnssonar, eins meðlima Félags eldri borgara í Strandasýslu, var ferðin vel heppnuð. „Ég heyrði ekki annað en að allir hafi verið hæstánægðir með ferðina," segir Sigursteinn. „Svo vorum við mjög heppin með veður þannig að hún tókst vel til í alla staði."
Fleyri myndir á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ísrek í Ávíkinni
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
Vefumsjón