Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. maí 2009 Prenta

Frá Sauðburði.

Sigursteinn og Katrín Pétursdóttir í vagninum og Sponsa hundur Katrínar við vagninn.
Sigursteinn og Katrín Pétursdóttir í vagninum og Sponsa hundur Katrínar við vagninn.
1 af 4
Sauðburður hefur gengið nokkuð vel hjá bændum í Árneshreppi,en eitthvað hefur drepist af lömbum bæði í fæðingu eða fæðst dauð.

Óvenju mikið var um geldar lamgimbrar hjá Sigursteini bónda í Litlu-Ávík eða yfir 21 af 45 gimrum.Þetta hefur ekki skeð í Litlu-Ávík til margra ára.

Flestar ærnar eru tvílembdar en lambgimbrar yfirleitt einlembdar þótt dálítið sé um tvílemdar lambgimbrar.Alltaf er eitthvað um þrílembur.

Nú er sauðburði að verða lokið enn einhver tíningur er eftir fram í næsta mánuð.

Bændur gátu byrjað að setja lambfé snemma út á tún eða nokkru fyrr en í fyrra,nú er byrjað að keyra fé í afrétt en aðallega þó í byrjun næsta mánaðar.

Svalt var í veðri um tíma og nokkur væta sem er verst fyrir lömbin nýkomin út.

Nokkrar myndir koma hér með þegar lambfé var keyrt útá tún hér í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
Vefumsjón