Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. maí 2009
Prenta
Strandastelpa komin í heiminn!
Hinn 20. maí fæddist nýr íbúi í Árneshreppi, dóttir Elínar Öglu Briem skólastjóra og Hrafns Jökulssonar. Hún var 14 merkur og 52 sentimetrar og fæddist á fæðingardeildinni á Akranesi. Fjölskyldan er nú komin heim í sveitina og heilsast öllum vel.
Börnum fjölgar nú óðum í Árneshreppi og er það mikið gleðiefni. Á síðustu tveimur árum hafa Gunnar og Pálína í Bæ eignast tvær dætur, og nú eru ungu hjónin Elísa og Ingvar að flytja í Árnes með tvö ung börn, Kára og Þóreyju. Kári verður í Finnbogastaðaskóla í vetur, ásamt Ástu í Árnesi og Júlíönu úr Norðurfirði.
Litla dóttir Hrafns og Elínar fær nafn 4. júlí.
Börnum fjölgar nú óðum í Árneshreppi og er það mikið gleðiefni. Á síðustu tveimur árum hafa Gunnar og Pálína í Bæ eignast tvær dætur, og nú eru ungu hjónin Elísa og Ingvar að flytja í Árnes með tvö ung börn, Kára og Þóreyju. Kári verður í Finnbogastaðaskóla í vetur, ásamt Ástu í Árnesi og Júlíönu úr Norðurfirði.
Litla dóttir Hrafns og Elínar fær nafn 4. júlí.