Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. maí 2009 Prenta

Finnbogastaðaskóli fámennastur.

Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík.
Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík.
BB.ís
Skólum hefur fækkað um þrjá á Vestfjörðum undanfarinn áratug en þeim hefur fækkað 22 á landsvísu. Þar hefur fámennustu og fjölmennustu skólunum fækkað mest. Þessar upplýsingar koma fram í Hagtíðindum um grunnskóla, sem Hagstofa Íslands hefur gefið út. Fámennasti skóli landsins er Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum, en þar voru tveir nemendur síðasta skólaár. Skólaárið 2008-2009 voru 33 grunnskólar með 50 nemendur eða færri og þar af voru tíu á Vestfjörðum. Fjölmennasti skóli fjórðungsins er Grunnskólinn á Ísafirði með 500 nemendur en þar á eftir koma Grunnskóli Bolungarvíkur og Grunnskóli Vesturbyggðar með um 125 nemendur.
Nánar á Bæjarins Besta.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
Vefumsjón