Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. apríl 2009
Prenta
Gengið til samninga um rekstur Kaffi Norðurfjörð.
Hreppsnefnd Árneshrepps áhvað á fundi í gær 7 apríl að ganga til samninga við Einar Óskar Sigurðsson um rekstur á Kaffi Norðurfirði.
Einar er að læra í Háskóla Íslands ferðamálafræði,og er með starfsreynslu í veitingarekstri,Einar hefur mikinn áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu í Árneshreppi.
Einar er í sambúð með Rakel Valgeirsdóttir frá Árnesi og er hún heima á sumrin til að sjá um minjasafnið Kört ásamt foreldrum sínum.
Áætlað er að Kaffi Norðurfjörður opni um miðjan júní eins og í fyrra en þá var Kaffi Norðurfjörður opnaður í fyrsta sinn 17 júní.