Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. mars 2009 Prenta

Synir tímans.

Frá Reykjarfirði.
Frá Reykjarfirði.
Vefnum áskotnaðist þessi vísa nú á dögunum,hún skýrir sig sjálf,og er birt hér öðrum til ánægju.
Tólf eru synir tímans                                                     
sem tifa fram hjá þér.
Janúar er á undan
með árið í faðmi sér.

 

Febrúar og fannir

þá læðist geislinn lágt.

Í mars þó blási oft biturt

þá birtir smátt og smátt.

 

Í apríl sumar aftur

þá ómar söngur nýr.

Í maí flytur fólkið

og fuglinn hreiður býr.

 

Í júní sest ei sólin

þá brosir blómafjöld.

Í júní er bagginn bundinn

og borðuð töðugjöld.

 

Í ágúst slá menn engin

og börnin týna ber.

Í september fer söngfugl

og sumardýrðin þver.

 

Í október fer skólinn

að bjóða börnum heim.

Í nóvember er náttlangt

í norðurljósageim.

 

Þó desember sé dimmur

þá dýrðleg á hann jól.

Á honum endar árið

og aftur hækkar sól.

 

   Höf. ókunnur.

Sótt úr kolli Guðfinns Jakobssonar

frá Reykjarfirði á Ströndum norður

haustið 1989.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
Vefumsjón