Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2009
Prenta
Enn og aftur Rafmagnsleysi.
Rafmagn fór af línunni norður í Árneshrepp tuttugu mínútur fyrir sjö í morgun einnig Drangsneslínu þar var keyrð díselrafstöð og einnig sló út á Hólmavík í smátíma.
Að sögn Orkubúsmanna var bilunin við Hrófberg í Steingrímsfirði og var unnið að viðgerð strax í morgun og komst rafmagn á aftur nú kl 09:20.