| mánudagurinn 9. mars 2009
Prenta
Viskunnar fugl í heimsókn
Brandugla er nú í heimsókn í Trékyllisvík, og hefur leitað skjóls frá norðanbálinu undir brúnni yfir Árnesá. Krummarnir líta ugluna hornauga, en þeim hefur ekki tekist að flæma hana í burtu.
Branduglur er mjög fágætar. Talið er að einungis 100 til 200 pör verpi árlega á Íslandi, einkum í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Borgarfirði. Á Íslandsvefnum kemur fram að þær lifa aðallega á músum, en litlir vað- og spörfuglar mega líka passa sig. Vænghaf branduglunnar er í kringum metri, en þær eru aðeins 3-400 grömm á þyngd.
Uglur sjást annað veifið í Árneshreppi, en ekki er vitað til þess að þær hafi gert sér heimili hér í sveit.
Branduglan er alfriðuð, en hrafnarnir í Trékyllisvík taka lítið mark á slíkum tilskipunum, enda uglan skæður keppinautur í músaveiðum. Það má því gera ráð fyrir því að þessi sviflétti viskunnar fugl kveðji þegar storma lægir.
Branduglur er mjög fágætar. Talið er að einungis 100 til 200 pör verpi árlega á Íslandi, einkum í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Borgarfirði. Á Íslandsvefnum kemur fram að þær lifa aðallega á músum, en litlir vað- og spörfuglar mega líka passa sig. Vænghaf branduglunnar er í kringum metri, en þær eru aðeins 3-400 grömm á þyngd.
Uglur sjást annað veifið í Árneshreppi, en ekki er vitað til þess að þær hafi gert sér heimili hér í sveit.
Branduglan er alfriðuð, en hrafnarnir í Trékyllisvík taka lítið mark á slíkum tilskipunum, enda uglan skæður keppinautur í músaveiðum. Það má því gera ráð fyrir því að þessi sviflétti viskunnar fugl kveðji þegar storma lægir.