Fleiri fréttir

| mánudagurinn 9. mars 2009 Prenta

Viskunnar fugl í heimsókn

1 af 4
Brandugla er nú í heimsókn í Trékyllisvík, og hefur leitað skjóls frá norðanbálinu undir brúnni yfir Árnesá. Krummarnir líta ugluna hornauga, en þeim hefur ekki tekist að flæma hana í burtu.

Branduglur er mjög fágætar. Talið er að einungis 100 til 200 pör verpi árlega á Íslandi, einkum í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Borgarfirði. Á Íslandsvefnum kemur fram að þær lifa aðallega á músum, en litlir vað- og spörfuglar mega líka passa sig. Vænghaf branduglunnar er í kringum metri, en þær eru aðeins 3-400 grömm á þyngd.

Uglur sjást annað veifið í Árneshreppi, en ekki er vitað til þess að þær hafi gert sér heimili hér í sveit.

Branduglan er alfriðuð, en hrafnarnir í Trékyllisvík taka lítið mark á slíkum tilskipunum, enda uglan skæður keppinautur í músaveiðum. Það má því gera ráð fyrir því að þessi sviflétti viskunnar fugl kveðji þegar storma lægir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
Vefumsjón