Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009
Prenta
Norska veðurspáin stóðst.
Það er varla hægt að segja annað en veðurspá NO hafi staðist fyrir Litlu-Ávík og nágrenni,því það stytti upp um kl 18:30 en spáin í dag hljóðaði uppá að það stytti upp kl 18:00 þetta getur nú varla verið nákvæmar.
Úrkoman mældist aðeins 3 mm en snjódýpt eftir daginn af nýföllnum snjó mældist um 15 cm og er það nýfallin lausamjöll ofaná eldri snjó.
Spáin fyrir morgundagin hljóðar uppá suðlæga vindátt með snjókomu,og ber veðurstofunum VÍ og NO saman þar.
Hér með er línurit frá NO yfir spá á morgun og sunnudag.