Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. maí 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27 apríl til 4 maí 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Nokkuð tíðindalítið var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku, þó urðu tvö umferðaróhöpp sem betur fer minniháttar.  Mánudaginn 27 apríl hjólaði ungur reiðhjólamaður í veg fyrir bifreið á Þórsgötu á Patreksfirði og slapp sem betur fer ómeiddur.  Þá varð eitt minniháttar óhapp á Ísafirði,  ökumenn gengu sjálfir frá sínum málum þar.

Mánudaginn 4 maí varð erlendur ökumaður fyrir því óláni að loka lyklana inni í bíl sem hann var á þá staddur á Klettshálsi, veður var frekar leiðinlegt rigning og talsverður vindur.  Var ökumaður orðinn frekar blautur og kaldur þegar lögregla kom á staðinn og aðstoðaði hann.

Miðvikudaginn 29 apríl voru  framin skemmdarverk á nokkrum bílum við  Sindragötu á Ísafirði og er það mál í rannsókn.

Í vikunni voru fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í umdæminu, einn  innan bæjarmarka Ísafjarðar og þrír í nágreni við Hólmavík.  Þá voru tveir teknir fyrir akstur án réttinda í umdæminu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
Vefumsjón