Fleiri fréttir

| föstudagurinn 12. júní 2009 Prenta

Samgönguráðherra í heimsókn í næstu viku

Siglfirðingurinn Kristján Möller.
Siglfirðingurinn Kristján Möller.
Kristján Möller samgönguráðherra kemur í heimsókn í Árneshrepp föstudaginn 19. júní. Þetta er fyrsta ferð Kristjáns á Strandir sem þarna fær tækifæri til að kynnast aðstæðum og hlýða á sjónarmið heimamanna. Kristján fer með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en óhætt er að segja að allir þessir málaflokkar snerti íbúa hér.

Gert er ráð fyrir að Kristján fundi með íbúum í Kaffi Norðurfirði og hitti síðan hreppsnefnd Árneshrepps. Þá verður ráðherrann gestur á skákhátíðinni, sem hefst sama dag.

Kristján er fæddur á Siglufirði 1953 og hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna í 10 ár, þar af tvö ár sem samgönguráðherra. Ánægjulegt er að fá ráðherrann í heimsókn í sveitina til skrafs og ráðagerða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
Vefumsjón