Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. ágúst 2009 Prenta

Loksins heflað í Árneshreppi.

Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavik við heflun í Árneshreppi í gær.
Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavik við heflun í Árneshreppi í gær.
Loksins sást veghefill hér í hrepp og heflaðir vegir og var klárað í gær að hefla.
Vegirnir voru orðnir hræðilegir bara þvottabretti eða hola við holu.
Heflað var síðast snemma í vor enn vanin er að heflað sé fyrir verslunamannahelgina fyrir mestu umferðahelgi ársins.
Að sögn eins flutingabílstjóra sem vefritari hitti á dögunum og spurður að hvernig væri að keyra svona bíla á slíkum vegum sagði þessi ágæti bílstjóri;Ja tennurnar tolla uppi mér ennþá en ég biði ekki í það ef ég væri með falskar þá væru gómarnir sennilega út um allan bíl;sagði þessi bílstjóri sem vanur er öllum vegum slæmum sem góðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
Vefumsjón