Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. október 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12 október til 19 október 2009.

Gimbur í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði var handsömuð í vikunni.
Gimbur í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði var handsömuð í vikunni.

Í s.l. viku voru 6 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði og nágreni Ísafjarðar og sá sem hraðast ók, var mældur á 112 km/klst., þar sem leyfður ökuhraði er 90 km/klst.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæminu, ekið var á kyrrstæða bifreið Þann  15 okt,  á bifreiðastæði við stjórnsýsluhúsið/lögreglustöðina á Ísafirði, ekki vitað um tjónvald.  Þá varð minniháttar útafakstur þann 16 okt,við Stórholt, ekki slys á fólki.

Þó nokkuð margir ökumenn voru áminntir vegna ljósabúnaðar ökutækja sinna í vikunni og vill lögregla koma því á framfæri við ökumenn að huga að ljósabúnaði ökutækja sinna.

Ein líkamsárás  var kærð til lögreglu í vikunni.

laugardaginn 17 okt kom vegfarandi á lögreglustöðina á Ísafirði með Border Collie hund, sem hann fann uppi á Holtavörðuheiði, blautan og hrakinn.  Umræddur hundur var ekki með nein merki, þannig að ekki er vitað um eiganda og lýsir lögregla hér með eftir honum. Eigandi eða einhver sem gæti gefið upplýsingar vegna þessa vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730

Þriðjudaginn 13 okt gerist sá atburður að einhver aðili setti ómarkaða  lambgimbur inn í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði.  Ekki er vitað hver þar var að verki, eða hver tilgangur var með athæfi þessu.  Greiðlega gekk að handsama lambið og voru  gerðar viðeigandi ráðstafanir vegna lambsins, þegar um ómarkað fé er að ræða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Seljanes-06-08-2008.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
Vefumsjón