Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. október 2009
Prenta
Steypt bryggjudekkið á Gjögurbryggju.
Í fyrradag voru smiðirnir Ragnar og Guðbrandur Torfasynir og heimamenn að undirbúa undir steypu dekkið á Gjögurbryggju.
Enn nú er búið að hlaða varnargarð við bryggjuna.
Í gær og í fyrradag voru menn í sjóbaði á bryggjunni sem voru við vinnu við undirbúning undir steypu í suðvestan hvassviðrinu sem þá var,en miklar ágjafir gengu yfir bryggjuna.
Á föstudag átti að steypa en var ekki hægt vegna hvassviðris því ágjafir voru yfir bryggjuna.
Í dag var síðan steypt bryggjudekkið þar sem allt brotnaði upp í fyrra í miklum sjógangi.
Ágúst Guðjónsson verktaki kom með steypubíl frá Hólmavík og var steypan hrærð á staðnum.
Steypt var í ágætisveðri enn komin rigning eftir hádegi við seinnihluta steypuvinnu.