Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. október 2009

Guðjón frá Dröngum endurgerði Guðrúnarlaug í Sælingsdal.

Guðrúnarlaug.Guðjón klæddur sem víkingur.Mynd dalir.is
Guðrúnarlaug.Guðjón klæddur sem víkingur.Mynd dalir.is
Í september hefur hleðslumeistarinn Guðjón Kristinsson frá Dröngum í Árneshreppi verið að hlaða Guðrúnarlaug í Sælingsdal og mun fljótlega vera hægt að baða sig í lauginni. Það var fyrir u.þ.b. 140 árum sem skriða féll á laugina sem þá hafði sinnt hlutverki sínu frá dögum Guðrúnar Ósvífursdóttur. Uppbygging laugarinnar er í samræmi við þá stefnu, sem mótuð er í aðalskipulagi sveitarfélagsins, að efla menningartengda ferðamennsku á Laugum. 
Á vef þeyrra Dalamanna má sjá nánar um Guðrúnarlaug myndir og fleyra hér.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. október 2009

Steypt bryggjudekkið á Gjögurbryggju.

Steypa hrærð.
Steypa hrærð.
1 af 4
Í fyrradag voru smiðirnir Ragnar og Guðbrandur Torfasynir og heimamenn að undirbúa undir steypu dekkið á Gjögurbryggju.

Enn nú er búið að hlaða varnargarð við bryggjuna.

Í gær og í fyrradag voru menn í sjóbaði á bryggjunni sem voru við vinnu við undirbúning undir steypu  í suðvestan hvassviðrinu sem þá var,en miklar ágjafir gengu yfir bryggjuna.

Á föstudag átti að steypa en var ekki hægt vegna hvassviðris því ágjafir voru yfir bryggjuna.

Í dag var síðan steypt bryggjudekkið þar sem allt brotnaði upp í fyrra í miklum sjógangi.

Ágúst Guðjónsson verktaki kom með steypubíl frá Hólmavík og var steypan hrærð á staðnum.

Steypt var í ágætisveðri enn komin rigning eftir hádegi við seinnihluta steypuvinnu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. október 2009

Flugi aflýst í dag.

Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi annan daginn í röð til Gjögurs vegna hvassviðris og stormviðvörunar og óstöðugra vinda í háloftum.
Ekki er orðið mjög hvasst ennþá en farnar að koma talsverðar kviður.
Ekkert verður athugað með flug á Gjögur fyrr en á næsta mánudag sem er næsti áætlunardagur.
Þannig að það verður viku gamall póstur þá og vörur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. október 2009

Haustball Átthagafélagsins.

Dansinn mun duna í Breiðfirðingabúð á laugardagskvöldið.
Dansinn mun duna í Breiðfirðingabúð á laugardagskvöldið.
1 af 2
Nú er komið að hinu árlega haustballi Átthagfélags Strandamanna. Dansleikurinn  verður í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14, 2.hæð laugardagskvöldið 17 október 2009.

Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi gömlu og nýju danslögin frá kl 22:00 til kl 02:00.

Miðaverðið er aðeins 1.500 kr.

Dustið nú af dansskónum.

Félagsmenn fjölmennum og tökum með okkur gesti.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. október 2009

Líkamsárás með eggvopni.

Likamsárrás í morgun.
Likamsárrás í morgun.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás gagnvart ungri stúlku, þar sem grunur leikur á að eggvopni hafi verið beitt.  Atvikið átti sér stað á Ísafirði á níunda tímanum í morgun og mun árásarþoli hafa hlotið minniháttar áverka.  Karlmaður um tvítugt var handtekinn vegna málsins og hefur hann verið yfirheyrður. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll á bifreið brotaþola.  Málið telst upplýst.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. október 2009

Flugi aflýst vegna hvassviðris.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna hvassviðris.
Mjög hvasst er og fara vindkviður uppi 30 m/s af suðvestri.
Athugað verður með flug eftir hádegi á morgun,enda spáð þá hægari vindi.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. október 2009

Arnkötludalsvegur opnaður formlega.

Kristján L Möller samgönguráðherra afhjúpar merki sem markar þau tímamót að bundið slitlag sé komið  á milli Reykjavíkur -Ísafjarðar og Bolungarvíkur ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.Mynd vegagerðin.
Kristján L Möller samgönguráðherra afhjúpar merki sem markar þau tímamót að bundið slitlag sé komið á milli Reykjavíkur -Ísafjarðar og Bolungarvíkur ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.Mynd vegagerðin.

Samgönguráðherra opnaði formlega Djúpveg um Arnkötludal í dag. Að sögn Vegagerðarinnar styttir vegarkaflinn leiðina á milli Reykjavíkur - Hólmavíkur og Ísafjarðar um 42 km.Það blés hressilega við athöfnina í dag en starfsmenn Vegagerðinnar, heimamenn og aðrir gestir, sem voru fjölmennir, létu það ekki á sig fá.
Eftir opnun vegarins var kaffisamsæti í félagsheimilinu á Hólmavík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. október 2009

Eimskip Flytjandi lækkar verðskrá til norðanverðra Vestfjarða.

Eimskip lækkar flutningsgjöld til Vestfjarða frá og með 1 nóvember.
Eimskip lækkar flutningsgjöld til Vestfjarða frá og með 1 nóvember.

Fréttatilkynning.
Eimskip óskar Vestfirðingum hjartanlega til hamingju með bættar vegasamgöngur til norðanverðra Vestfjarða.  Nýr og endurbættur vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verður formlega tekinn í notkun í dag, miðvikudaginn 14. október.  Þessar vegabætur þýða að nú er loks hægt að aka á bundnu slitlagi alla leið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.    

Til að fagna þessum tímamótum í samgöngusögu Vestfjarða hefur Eimskip Flytjandi ákveðið að lækka verðskrá sína til svæðisins um 8% frá og með 1. nóvember næstkomandi og hvetur jafnframt samgönguráðherra til enn frekari vegabóta á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. október 2009

Nýtt merki fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar.

KSH.Mynd Strandir.ÍS
KSH.Mynd Strandir.ÍS
Ákveðið var á stjórnarfundi Kaupfélags Steingrímsfjarðar þann 29. september síðastliðinn að efna til samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki eða lógói fyrir félagið. Gamla merkið hefur ekki verið að skila þeim sýnileika sem ætlast til er af einkennismerkjum sem þessum. Því er gripið til þessa ráðs, að efna til hönnunarsamkeppni á nýju einkennismerki, frekar en að nota gamla merkið í meira mæli. Stefnt er á að afhjúpa vinningstillögu við opnun heimasíðu fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar öðru hvoru megin við áramótin. Það er vonandi að sem flestir setjist framan við skjáinn eða taki sér blað og blýant í hönd og láti sköpunargleðina taka völdin.

 Um samkeppni þessa gildir eftirfarandi:

  • Öllum einstaklingum er frjáls þátttaka.
    Dómnefnd skipar stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar og kaupfélagsstjóri.
    Notast skal við einkennisstafi félagsins, KSH.
    Höfundur vinningstillögu afsalar Kaupfélagi Steingrímsfjarðar eignarrétti á verkinu og mun það þar eftir verða eign Kaupfélagsins.
    Kaupfélag Steingrímsfjarðar áskilur sér rétt til að láta fínvinna vinningstillögu ef þörf er á, tekur það sérstaklega til þess að koma merkinu á stafrænt form.
    Tillögum skal skilað á skrifstofu Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4, 510 Hólmavík fyrir 20. nóvember 2009. Best er að skrifa á umslagið v/ einkennismerkis. Skal tillagan vera á pappírsformi,teiknuð eða útprentuð. Æskilegt er að nafn höfundar komi ekki fram á tillögunni sjálfri heldur fylgi með í lokuðu umslagi.
    Verðlaun fyrir vinningstillögu er kr. 50.000.
  • Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. október 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5 október til 12 október 2009.

Einn tekin ölvaður við akstur.
Einn tekin ölvaður við akstur.

Í s.l.viku urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Fimmtudaginn 8 okt varð bílvelta á Bíldudalsvegi á Hálfdán þar valt jeppi út fyrir veg og hafnaði á hliðinni, ekki slys á fólki, akstursskilyrði slæm, hálka á vegi.  Föstudaginn 9 okt hafnaði bíll útaf veginum í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, minniháttar tjón ekki slys á fólki, akstursskilyrði ekki góð, hálka á vegi.  Þá varð minniháttar umferðaróhapp í Bolungarvík, ekki slys á fólki.

Þá voru n nokkrir ökumenn áminntur vegna búnaðar ljósabúnaðar og fl. og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að huga að ljósabúnaði ökutækja sinna og búa ökutæki sín í samræmi við aðstæður.

Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði þar sem hámarkshraði er 60 km/klst og vill lögregla benda ökumönnum á að haga akstri eftir aðstæðum.  Einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni.

Föstudaginn 9 okt féll aurskriða á Hnífsdalsveg og lokaðist hann um tíma, þar til búið var að hreinsa veginn.

Í vikunni voru nokkrar tilkynningar til lögreglu vegna veðurs, lausir hlutir að fjúka, en engar verulegar skemmdir hlutust vegna hvassviðrisins sem gekk yfir í vikunni.

 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Melar I og II.
Vefumsjón