Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Lúðrasveitarheimsókn í Vesturbyggð.

Patreksfjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
Patreksfjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
 Fréttatilkynning.

Tónlistarskóli Vesturbyggðar tekur á móti lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness um komandi helgi. Gestirnir koma á Patreksfjörð síðla föstudags og verða fram á sunnudag. Á laugardagsmorgun kl. 9 hefjast æfingar lúðrasveitarinnar og er öllum á suðursvæði Vestfjarða sem kunna á blásturshljóðfæri boðið að taka þátt í þeim. Jafnvel gefst þeim líka kostur á því að taka þátt í tónleikum sveitarinnar. Æft verður í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði.

Á sunnudaginn býður lúðrasveitin öllum sem áhuga hafa á tónleika í Skjaldborgarbíói. Frítt er inn á tónleikana sem hefjast stundvíslega kl. 12.30.

Þessi heimsókn er liður í vinaskólasambandi skólanna tveggja. Um þrjátíu manns koma vestur í þessa heimsókn.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. nóvember 2009

Orgelvika í Kaupfélaginu á Hólmavík.

Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson 2007.
Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson 2007.
Sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju leitar nú leiða til að fjármagna kaup á nýju orgeli. Það orgel sem nú er í notkun er nánast ónýtt. Sóknarnefndin hefur fengið tilboð í nýtt orgel af gerðinni Ahlborn V, sem er rafmagnsorgel framleitt í Þýskalandi. Kaupfélag Steingrímsfjarðar mun taka þátt í að styrkja þetta verkefni sóknarnefndar með því að leggja í orgelsjóðinn 10% af vörusölu vikunnar 9.-13. nóvember í aðalverslun félagsins á Hólmavík.

Vonast er til að viðbrögð viðskiptavina verði jákvæð gagnvart þessari fjáröflun og þeir verði áfram um að styrkja gott málefni.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. nóvember 2009

Upplýsingar frá eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar.

Kort Landhelgisgæslu Íslands.
Kort Landhelgisgæslu Íslands.

Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug út af Vestfjörðum og Norðurlandi mánudaginn 2. nóv. Engan megin ísjaðar var að sjá í nágrenni lögsögumarkanna, né innan íslensku lögsögunnar. Nokkuð virtist um staka jaka nærri strönd Grænlands og borgarísjakar við og innan íslensku lögsögumörkin á eftirtöldum stöðum: 

66.58N-28.40W - 129 sml. VNV af Barða (merktur T0142 á mynd hér til hliðar.)

66.48N-27.01W - 89 sml. NV af Barða (merktur T0140)

67.30N-27.00W - 115 sml. NV af Barða (merktur T0146)

67.38N-25.44W - 95 sml. NV af Straumnesi (merktur T0147)

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is

 

| þriðjudagurinn 3. nóvember 2009

Fjölmennur og vel heppnaður aðalfundur Félags Árneshreppsbúa

Stjórn FÁ ásamt Snorra Torfasyni fv. formanni og Gíslínu Gunnsteinsdóttur skoðunarmanni reikninga. Á myndina vantar Þorgeir Benediktsson.
Stjórn FÁ ásamt Snorra Torfasyni fv. formanni og Gíslínu Gunnsteinsdóttur skoðunarmanni reikninga. Á myndina vantar Þorgeir Benediktsson.
1 af 3
"Þetta var góður fundur, hörku mæting, góð stemmning og frábærar veitingar," segir Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa, sem hélt aðalfund á sunnudaginn í Kiwanis-húsinu við Engjateig í Reykjavík.

Kristmundur, sem leitt hefur félagið af einurð og festu, var endurkjörinn formaður og aðeins ein breyting varð á stjórninni, Guðrún Gunnsteinsdóttir tók sæti Gíslinu systur sinnar, sem kjörin var skoðunarmaður reikninga í stað Alexanders Hafliðasonar. Aðrir í stjórn FÁ eru Böðvar Guðmundsson, Guðbrandur Torfason, Ívar Benediktsson, Halla Lýðsdóttir og Þorgeir Benediktsson.

Á fundinum sagði Páll Lýður Pálsson frá myndum sem sýndar voru og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi flutti erindi um fyrirtæki sitt AssA, og hina frábærlega vel lukkuðu sýningu á Hólmavík í ágúst.

Fundarstjóri var Guðmundur Þ. Jónsson. Líflegar umræður spunnust um snjómokstursmál í Árneshreppi og var stjórn falið að senda frá sér ályktun um málið.

Kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum, einsog jafnan þegar Árneshreppsbúar blása til veislu.

Félag Árneshreppsbúa verður 70 ára á næsta ári og verður nú ráðist í sérstakt átak til að fjölga ungu fólki í félaginu. Ástæða er til að hvetja ungt fólk (og vini Árneshrepps á öllum aldri) til að ganga í félagið, sem er mikilvægur vettvangur til að standa vörð um byggð í sveitinni og sameiningartákn allra sem svæðinu unna.

Á síðasta ári stóð FÁ fyrir myndarlegri söfnun eftir að bærinn á Finnbogastöðum brann og stóð einnig að tölvukaupum fyrir Finnbogastaðaskóla.


Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. nóvember 2009

AF GNÆGTABORÐI STRANDAMANNS.

Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Fréttatikynning.
Strandamenn fagna bættum samgöngum með samkomu á Ísafirði laugardaginn 7. nóvember 2009.

Sófus Magnússon fór í matarkisturnar og verður boðið upp á veisluföngin á kvöldskemmtun í Arnardal

Á hlaðborði: Verður að m.a. Siginn fiskur m/mörfloti,selkjöt 2-3 teg og spik, hrefnukjöt, sviðalappir, reyktur rauðmagi, ekta plokkfiskur, hrossakjöt, vélindu, hörpuskel, kræklingur, ábrestir, lambakjöt og allskonar meðlæti

Þorsteinn Þráinsson matreiðslumeistari og Anna Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Arnardal munu sjá um eldamennskuna.

Karlakórinn Ernir syngur, spurningakeppnir, góð  verðlaun, söngur, gamansögur o.fl.
Stórsveit Samma Rakara leikur fyrir dansi á milli klukkan 23-02

Veislustjóri Úlfar Ágústsson

Verð Kr: 4.900.-
Allir Strandamenn og vinir þeirra velkomnir

Panta þarf sæti fyrir fimmtudagskvöld 5/11.
Sófus sími 893-8355

Úlfar 864-0319

Netfang. ulfar@isafjordur.info.


Sama dag verður boðið upp á kynnisferð um þjónustustofnanir í Ísafjarðarbæ:

Vestrahúsið með Háskólasetri, Fræðsluniðstöð, Atvinnuþróunarfélagið, Teiknistofuna Eik ásamt mörgum öðrum. Edinborg menningarmiðstöð. Nýji grunnskólinn. Gamla sjúkrahúsið(safnahúsið) og e.t.v. fleiri staði.

Leiðsögumaður: Sigurður Pétursson sagnfræðingur(dóttursonur Hjartar Sturlaugssonar í Fagrahvammi). Hressing einhverstaðar á leiðinni.

Nauðsynlegt er að bóka sig í skoðunarferðina.

ÁTTHAGAFÉLAG STRANDAMANNA.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Október 2009.

Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
1 af 2
Veðrið í Október 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var frekar umhleypingasamur og vindasamur í heild.Fremur svalt fyrstu 8 daga mánaðar síðan hlýrra fram yfir miðjan mánuð.Síðan kólnaði aftur um 18,með rigningu og slyddu eða snjókomu,aftur nokkuð hlýrra síðust daga mánaðar.

Þrjú hret gerði í mánuðinum.

Austan hvassviðri var um tíma þ.2 og Austan hvassviðri eða stormur þ.9 og fram á10 með stormkviðum.

Suðvestan hvassviðri og stormur með stormkviðum hluta úr dögunum 14,15 og 16.

Ekki er vitað um alvarleg tjón í þessum hvassviðrum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. október 2009

Háhraðanet Simans tengt í Árneshreppi.

Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
1 af 2
Innternet Simans tengt í Árneshreppi.

Nú í vikunni sem er að líða hafa menn frá Símanum verið að tengja háhraðanetið á bæjum og stofnunum í Árneshreppi.

Sett eru loftnet utaná húsin og síðan kemur tengikassi inná veggi í húsunum,þaðan er þráðlaust samband í tölvu enn ef langt er í tölvu þarf að leggja kapal frá kassanum í viðkomandi tölvu.

Um tvo möguleika er að ræða í gagnamagni og hraða er að ræða.

Það er Grunnáskrift með hraða allt að 1 Mb/s og Gagnamagni 1 GB.

Síðan er leið eitt með hraða allt að 2 Mb/s og Gagnamagni 10 GB,sem flestir taka.

Ekki verður um meiri hraða eða gagnamagn um að ræða hér að sinni,en Síminn er með þrjá aðra pakka það er leið 2.3.og 4 sem eru ekki í boði hér ennþá.
Enn er Djúpavík og Kjörvogur eftir að fá háhraðatengingu.
Fólk getur notað 3.G netlykla líka ef það vill til dæmis fyrir fartölvur,sem er ósköp þægilegt ef farið er í ferðalög.
Nú er bara að sjá hvernig þetta reynist,enn þetta á að vera stöðugra samband en á 3.G netlyklum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. október 2009

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 2009.

Gjögur-Reykjarfjarðarkambur.Mynd Rúnar S.
Gjögur-Reykjarfjarðarkambur.Mynd Rúnar S.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 1.nóvember 2009 kl.14:00 í Bræðraminni Kiwanishúsinu Engjateigi 11 Reykjavík.
Dagskrá:

1.      Venjuleg aðalfundarstörf

2.      Önnur mál

 Á fundinn kemur Ingibjörg Valgeirsdóttir, frá Árnesi og segir frá uppbyggingu

sinni á ferðaþjónustunni í Árneshreppi.

Að venju verða sýndar myndir.

Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar- verð aðeins 1500 kr.

                                                                                

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. október 2009

8% ullarverðshækkun til bænda.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
BBL.is
Skrifað var undir nýtt samkomulag um ullarviðskipti í dag.  Samkvæmt því hækkar verð ullar til bænda um 8% frá og með 1. nóvember nk.  Rekstur Ístex hefur gengið vel á því ári sem nú er að líða (uppgjörsár þess er frá 1. nóv-31. okt) og fyrirtækið fjórfaldar hlut sinn í ullarverðinu á milli ára.  Það breytti þó forsendum að miklu meira magn ullar barst til Ístex á liðnum vetri heldur en fyrri samningur gerði ráð fyrir eða 717 tonn í stað 640.  Þar sem greiðslur vegna ullarnýtingar í sauðfjársamningi eru föst fjárhæð en ekki magntengd, hefur það áhrif á verðlagninguna nú.

Verð einstakra flokka verða sem hér segir:
Miðað er við verð pr. kíló af hreinni ull.

Lambsull: 648 kr./kg
H-1: 588 kr./kg
H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 527 kr./kg
M-2: 46 kr./kg

Matsgjald til bænda verður 22 kr./kg

Greiðslum til bænda verður flýtt frá því sem var í fyrra samningi og fyrirkomulag þeirra er eftirfarandi:
Fyrri greiðsla - 70% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er í nóvember 2009 verði greidd 31. janúar 2010.
Ull sem skráð er í desember 2009 og janúar 2010 verði greidd 28. febrúar 2010.
Eftir þann tíma verði greitt í lok næsta mánaðar eftir skráningarmánuð.

Seinni greiðsla - 30% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2010 verði greidd að fullu fyrir 1. september 2010.
Frá þessu er sagt á www.bbl.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. október 2009

Síðasta ferð Strandafraktar.

Nokkuð af timbri fór suður með bílnum frá Litlu-Ávík.
Nokkuð af timbri fór suður með bílnum frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.

Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.
Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.

Nokkuð af vörum kom með bílnum í dag,einnig var nokkur flutningur til baka suður eins og talsvert af timbri frá Litlu-Ávík.

Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur.
Strandafrakt hefur alltaf sótt ullina til bænda í desember og verður svo í ár ef fært verður.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
Vefumsjón