Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. nóvember 2009
Prenta
Upplýsingar frá eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug út af Vestfjörðum og Norðurlandi mánudaginn 2. nóv. Engan megin ísjaðar var að sjá í nágrenni lögsögumarkanna, né innan íslensku lögsögunnar. Nokkuð virtist um staka jaka nærri strönd Grænlands og borgarísjakar við og innan íslensku lögsögumörkin á eftirtöldum stöðum:
66.58N-28.40W - 129 sml. VNV af Barða (merktur T0142 á mynd hér til hliðar.)
66.48N-27.01W - 89 sml. NV af Barða (merktur T0140)
67.30N-27.00W - 115 sml. NV af Barða (merktur T0146)
67.38N-25.44W - 95 sml. NV af Straumnesi (merktur T0147)
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is