Fleiri fréttir

| þriðjudagurinn 3. nóvember 2009 Prenta

Fjölmennur og vel heppnaður aðalfundur Félags Árneshreppsbúa

Stjórn FÁ ásamt Snorra Torfasyni fv. formanni og Gíslínu Gunnsteinsdóttur skoðunarmanni reikninga. Á myndina vantar Þorgeir Benediktsson.
Stjórn FÁ ásamt Snorra Torfasyni fv. formanni og Gíslínu Gunnsteinsdóttur skoðunarmanni reikninga. Á myndina vantar Þorgeir Benediktsson.
1 af 3
"Þetta var góður fundur, hörku mæting, góð stemmning og frábærar veitingar," segir Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa, sem hélt aðalfund á sunnudaginn í Kiwanis-húsinu við Engjateig í Reykjavík.

Kristmundur, sem leitt hefur félagið af einurð og festu, var endurkjörinn formaður og aðeins ein breyting varð á stjórninni, Guðrún Gunnsteinsdóttir tók sæti Gíslinu systur sinnar, sem kjörin var skoðunarmaður reikninga í stað Alexanders Hafliðasonar. Aðrir í stjórn FÁ eru Böðvar Guðmundsson, Guðbrandur Torfason, Ívar Benediktsson, Halla Lýðsdóttir og Þorgeir Benediktsson.

Á fundinum sagði Páll Lýður Pálsson frá myndum sem sýndar voru og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi flutti erindi um fyrirtæki sitt AssA, og hina frábærlega vel lukkuðu sýningu á Hólmavík í ágúst.

Fundarstjóri var Guðmundur Þ. Jónsson. Líflegar umræður spunnust um snjómokstursmál í Árneshreppi og var stjórn falið að senda frá sér ályktun um málið.

Kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum, einsog jafnan þegar Árneshreppsbúar blása til veislu.

Félag Árneshreppsbúa verður 70 ára á næsta ári og verður nú ráðist í sérstakt átak til að fjölga ungu fólki í félaginu. Ástæða er til að hvetja ungt fólk (og vini Árneshrepps á öllum aldri) til að ganga í félagið, sem er mikilvægur vettvangur til að standa vörð um byggð í sveitinni og sameiningartákn allra sem svæðinu unna.

Á síðasta ári stóð FÁ fyrir myndarlegri söfnun eftir að bærinn á Finnbogastöðum brann og stóð einnig að tölvukaupum fyrir Finnbogastaðaskóla.


Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
Vefumsjón