| þriðjudagurinn 3. nóvember 2009
Prenta
"Þetta var góður fundur, hörku mæting, góð stemmning og frábærar veitingar," segir Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa, sem hélt aðalfund á sunnudaginn í Kiwanis-húsinu við Engjateig í Reykjavík.
Kristmundur, sem leitt hefur félagið af einurð og festu, var endurkjörinn formaður og aðeins ein breyting varð á stjórninni, Guðrún Gunnsteinsdóttir tók sæti Gíslinu systur sinnar, sem kjörin var skoðunarmaður reikninga í stað Alexanders Hafliðasonar. Aðrir í stjórn FÁ eru Böðvar Guðmundsson, Guðbrandur Torfason, Ívar Benediktsson, Halla Lýðsdóttir og Þorgeir Benediktsson.
Á fundinum sagði Páll Lýður Pálsson frá myndum sem sýndar voru og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi flutti erindi um fyrirtæki sitt AssA, og hina frábærlega vel lukkuðu sýningu á Hólmavík í ágúst.
Fundarstjóri var Guðmundur Þ. Jónsson. Líflegar umræður spunnust um snjómokstursmál í Árneshreppi og var stjórn falið að senda frá sér ályktun um málið.
Kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum, einsog jafnan þegar Árneshreppsbúar blása til veislu.
Félag Árneshreppsbúa verður 70 ára á næsta ári og verður nú ráðist í sérstakt átak til að fjölga ungu fólki í félaginu. Ástæða er til að hvetja ungt fólk (og vini Árneshrepps á öllum aldri) til að ganga í félagið, sem er mikilvægur vettvangur til að standa vörð um byggð í sveitinni og sameiningartákn allra sem svæðinu unna.
Á síðasta ári stóð FÁ fyrir myndarlegri söfnun eftir að bærinn á Finnbogastöðum brann og stóð einnig að tölvukaupum fyrir Finnbogastaðaskóla.
Fjölmennur og vel heppnaður aðalfundur Félags Árneshreppsbúa
Kristmundur, sem leitt hefur félagið af einurð og festu, var endurkjörinn formaður og aðeins ein breyting varð á stjórninni, Guðrún Gunnsteinsdóttir tók sæti Gíslinu systur sinnar, sem kjörin var skoðunarmaður reikninga í stað Alexanders Hafliðasonar. Aðrir í stjórn FÁ eru Böðvar Guðmundsson, Guðbrandur Torfason, Ívar Benediktsson, Halla Lýðsdóttir og Þorgeir Benediktsson.
Á fundinum sagði Páll Lýður Pálsson frá myndum sem sýndar voru og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi flutti erindi um fyrirtæki sitt AssA, og hina frábærlega vel lukkuðu sýningu á Hólmavík í ágúst.
Fundarstjóri var Guðmundur Þ. Jónsson. Líflegar umræður spunnust um snjómokstursmál í Árneshreppi og var stjórn falið að senda frá sér ályktun um málið.
Kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum, einsog jafnan þegar Árneshreppsbúar blása til veislu.
Félag Árneshreppsbúa verður 70 ára á næsta ári og verður nú ráðist í sérstakt átak til að fjölga ungu fólki í félaginu. Ástæða er til að hvetja ungt fólk (og vini Árneshrepps á öllum aldri) til að ganga í félagið, sem er mikilvægur vettvangur til að standa vörð um byggð í sveitinni og sameiningartákn allra sem svæðinu unna.
Á síðasta ári stóð FÁ fyrir myndarlegri söfnun eftir að bærinn á Finnbogastöðum brann og stóð einnig að tölvukaupum fyrir Finnbogastaðaskóla.