Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2009

Litlihjalli it.is komin á Facebook.

Forsíðumynd Litlahjalla.Reykjaneshyrna og Litla og Stóru-Ávíkur.
Forsíðumynd Litlahjalla.Reykjaneshyrna og Litla og Stóru-Ávíkur.
Nú hefur fréttasíðan www.litlihjalli.it.is verið sett á Facebook.Þar verður settar inn helstu fréttir úr Árneshreppi.
Vefstjóri vonar að lesendum líki þetta framtak.
Einnig geta lesendur  sett sjálfir inn fréttir af síðunni á Facbook,því undir hverri frétt þegar smellt er á viðkomandi frétt er hlekkur sem merktur er Deila á Facebook.
Vefstjóri Litlahjalla vill í leiðinni þakka fyrir frábærann móttökur síðunnar gegnum árin og vonar að svo verði áfram.
Hér er hlekkur beint á Litlahjalla á Facbook.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2009

Háhraðanet Símans úti.

3.G örbylgjuloftnet sett upp í Litlu-Ávík.
3.G örbylgjuloftnet sett upp í Litlu-Ávík.
Í síðustu viku október tengdi Síminn inn nýtt kerfi svonefnt Háhraðanet eða 3.G Örbylgjusamand sem hefur virkað mjög misjafnlega svo ekki sé meira sagt,en bráðabrigða kerfið 3.G netlykill sem Síminn bauð uppá í millitíðinni virkar all sæmilega og oftast betur en þetta nýja kerfi þegar það er í lagi.

Svo seinnipart fimmtudagsins 5 nóvember datt þetta fína háhraðanet Símans alveg út,nú í morgun komst samband aftur á 3.G örbylgjukerfið,þegar tæknideild Símans var í símasambandi við vefstjóra Litlahjalla og var að prufa og kanna hvað væri að.

Eingin lausn er komin enn,enn Síminn mun prufa kerfið í dag og eftir helgi og finna lausn á vandamálinu,það er 3.G Örbylgjusambandinu fyrir Árneshrepp.

Vefritari Litlahjalla hefur nú hvartað yfir þessari þjónustu Símans við Fjarskiptasjóð.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Næst Árneshreppi er fundur í Bjarkarlundi næstkomandi laugardag 7 nóv.
Næst Árneshreppi er fundur í Bjarkarlundi næstkomandi laugardag 7 nóv.
Eftir mikla aukningu í komu ferðamanna sl. ár stendur ferðaþjónustan á Vestfjörðum nú á tímamótun. Því er nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að staldra við, meta árangur síðustu ára og setja sér traust markmið fyrir framtíðina. Hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) því ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Með öflugri ferðaþjónustu með skýra framtíðarsýn eflum við efnahag og samfélagið á Vestfjörðum til framtíðar.   Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Lúðrasveitarheimsókn í Vesturbyggð.

Patreksfjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
Patreksfjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
 Fréttatilkynning.

Tónlistarskóli Vesturbyggðar tekur á móti lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness um komandi helgi. Gestirnir koma á Patreksfjörð síðla föstudags og verða fram á sunnudag. Á laugardagsmorgun kl. 9 hefjast æfingar lúðrasveitarinnar og er öllum á suðursvæði Vestfjarða sem kunna á blásturshljóðfæri boðið að taka þátt í þeim. Jafnvel gefst þeim líka kostur á því að taka þátt í tónleikum sveitarinnar. Æft verður í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði.

Á sunnudaginn býður lúðrasveitin öllum sem áhuga hafa á tónleika í Skjaldborgarbíói. Frítt er inn á tónleikana sem hefjast stundvíslega kl. 12.30.

Þessi heimsókn er liður í vinaskólasambandi skólanna tveggja. Um þrjátíu manns koma vestur í þessa heimsókn.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. nóvember 2009

Orgelvika í Kaupfélaginu á Hólmavík.

Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson 2007.
Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson 2007.
Sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju leitar nú leiða til að fjármagna kaup á nýju orgeli. Það orgel sem nú er í notkun er nánast ónýtt. Sóknarnefndin hefur fengið tilboð í nýtt orgel af gerðinni Ahlborn V, sem er rafmagnsorgel framleitt í Þýskalandi. Kaupfélag Steingrímsfjarðar mun taka þátt í að styrkja þetta verkefni sóknarnefndar með því að leggja í orgelsjóðinn 10% af vörusölu vikunnar 9.-13. nóvember í aðalverslun félagsins á Hólmavík.

Vonast er til að viðbrögð viðskiptavina verði jákvæð gagnvart þessari fjáröflun og þeir verði áfram um að styrkja gott málefni.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. nóvember 2009

Upplýsingar frá eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar.

Kort Landhelgisgæslu Íslands.
Kort Landhelgisgæslu Íslands.

Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug út af Vestfjörðum og Norðurlandi mánudaginn 2. nóv. Engan megin ísjaðar var að sjá í nágrenni lögsögumarkanna, né innan íslensku lögsögunnar. Nokkuð virtist um staka jaka nærri strönd Grænlands og borgarísjakar við og innan íslensku lögsögumörkin á eftirtöldum stöðum: 

66.58N-28.40W - 129 sml. VNV af Barða (merktur T0142 á mynd hér til hliðar.)

66.48N-27.01W - 89 sml. NV af Barða (merktur T0140)

67.30N-27.00W - 115 sml. NV af Barða (merktur T0146)

67.38N-25.44W - 95 sml. NV af Straumnesi (merktur T0147)

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is

 

| þriðjudagurinn 3. nóvember 2009

Fjölmennur og vel heppnaður aðalfundur Félags Árneshreppsbúa

Stjórn FÁ ásamt Snorra Torfasyni fv. formanni og Gíslínu Gunnsteinsdóttur skoðunarmanni reikninga. Á myndina vantar Þorgeir Benediktsson.
Stjórn FÁ ásamt Snorra Torfasyni fv. formanni og Gíslínu Gunnsteinsdóttur skoðunarmanni reikninga. Á myndina vantar Þorgeir Benediktsson.
1 af 3
"Þetta var góður fundur, hörku mæting, góð stemmning og frábærar veitingar," segir Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa, sem hélt aðalfund á sunnudaginn í Kiwanis-húsinu við Engjateig í Reykjavík.

Kristmundur, sem leitt hefur félagið af einurð og festu, var endurkjörinn formaður og aðeins ein breyting varð á stjórninni, Guðrún Gunnsteinsdóttir tók sæti Gíslinu systur sinnar, sem kjörin var skoðunarmaður reikninga í stað Alexanders Hafliðasonar. Aðrir í stjórn FÁ eru Böðvar Guðmundsson, Guðbrandur Torfason, Ívar Benediktsson, Halla Lýðsdóttir og Þorgeir Benediktsson.

Á fundinum sagði Páll Lýður Pálsson frá myndum sem sýndar voru og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi flutti erindi um fyrirtæki sitt AssA, og hina frábærlega vel lukkuðu sýningu á Hólmavík í ágúst.

Fundarstjóri var Guðmundur Þ. Jónsson. Líflegar umræður spunnust um snjómokstursmál í Árneshreppi og var stjórn falið að senda frá sér ályktun um málið.

Kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum, einsog jafnan þegar Árneshreppsbúar blása til veislu.

Félag Árneshreppsbúa verður 70 ára á næsta ári og verður nú ráðist í sérstakt átak til að fjölga ungu fólki í félaginu. Ástæða er til að hvetja ungt fólk (og vini Árneshrepps á öllum aldri) til að ganga í félagið, sem er mikilvægur vettvangur til að standa vörð um byggð í sveitinni og sameiningartákn allra sem svæðinu unna.

Á síðasta ári stóð FÁ fyrir myndarlegri söfnun eftir að bærinn á Finnbogastöðum brann og stóð einnig að tölvukaupum fyrir Finnbogastaðaskóla.


Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. nóvember 2009

AF GNÆGTABORÐI STRANDAMANNS.

Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Fréttatikynning.
Strandamenn fagna bættum samgöngum með samkomu á Ísafirði laugardaginn 7. nóvember 2009.

Sófus Magnússon fór í matarkisturnar og verður boðið upp á veisluföngin á kvöldskemmtun í Arnardal

Á hlaðborði: Verður að m.a. Siginn fiskur m/mörfloti,selkjöt 2-3 teg og spik, hrefnukjöt, sviðalappir, reyktur rauðmagi, ekta plokkfiskur, hrossakjöt, vélindu, hörpuskel, kræklingur, ábrestir, lambakjöt og allskonar meðlæti

Þorsteinn Þráinsson matreiðslumeistari og Anna Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Arnardal munu sjá um eldamennskuna.

Karlakórinn Ernir syngur, spurningakeppnir, góð  verðlaun, söngur, gamansögur o.fl.
Stórsveit Samma Rakara leikur fyrir dansi á milli klukkan 23-02

Veislustjóri Úlfar Ágústsson

Verð Kr: 4.900.-
Allir Strandamenn og vinir þeirra velkomnir

Panta þarf sæti fyrir fimmtudagskvöld 5/11.
Sófus sími 893-8355

Úlfar 864-0319

Netfang. ulfar@isafjordur.info.


Sama dag verður boðið upp á kynnisferð um þjónustustofnanir í Ísafjarðarbæ:

Vestrahúsið með Háskólasetri, Fræðsluniðstöð, Atvinnuþróunarfélagið, Teiknistofuna Eik ásamt mörgum öðrum. Edinborg menningarmiðstöð. Nýji grunnskólinn. Gamla sjúkrahúsið(safnahúsið) og e.t.v. fleiri staði.

Leiðsögumaður: Sigurður Pétursson sagnfræðingur(dóttursonur Hjartar Sturlaugssonar í Fagrahvammi). Hressing einhverstaðar á leiðinni.

Nauðsynlegt er að bóka sig í skoðunarferðina.

ÁTTHAGAFÉLAG STRANDAMANNA.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Október 2009.

Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
1 af 2
Veðrið í Október 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var frekar umhleypingasamur og vindasamur í heild.Fremur svalt fyrstu 8 daga mánaðar síðan hlýrra fram yfir miðjan mánuð.Síðan kólnaði aftur um 18,með rigningu og slyddu eða snjókomu,aftur nokkuð hlýrra síðust daga mánaðar.

Þrjú hret gerði í mánuðinum.

Austan hvassviðri var um tíma þ.2 og Austan hvassviðri eða stormur þ.9 og fram á10 með stormkviðum.

Suðvestan hvassviðri og stormur með stormkviðum hluta úr dögunum 14,15 og 16.

Ekki er vitað um alvarleg tjón í þessum hvassviðrum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. október 2009

Háhraðanet Simans tengt í Árneshreppi.

Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
1 af 2
Innternet Simans tengt í Árneshreppi.

Nú í vikunni sem er að líða hafa menn frá Símanum verið að tengja háhraðanetið á bæjum og stofnunum í Árneshreppi.

Sett eru loftnet utaná húsin og síðan kemur tengikassi inná veggi í húsunum,þaðan er þráðlaust samband í tölvu enn ef langt er í tölvu þarf að leggja kapal frá kassanum í viðkomandi tölvu.

Um tvo möguleika er að ræða í gagnamagni og hraða er að ræða.

Það er Grunnáskrift með hraða allt að 1 Mb/s og Gagnamagni 1 GB.

Síðan er leið eitt með hraða allt að 2 Mb/s og Gagnamagni 10 GB,sem flestir taka.

Ekki verður um meiri hraða eða gagnamagn um að ræða hér að sinni,en Síminn er með þrjá aðra pakka það er leið 2.3.og 4 sem eru ekki í boði hér ennþá.
Enn er Djúpavík og Kjörvogur eftir að fá háhraðatengingu.
Fólk getur notað 3.G netlykla líka ef það vill til dæmis fyrir fartölvur,sem er ósköp þægilegt ef farið er í ferðalög.
Nú er bara að sjá hvernig þetta reynist,enn þetta á að vera stöðugra samband en á 3.G netlyklum.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Við Fell 15-03-2005.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
Vefumsjón