Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009 Prenta

Tónleikar Lögreglukórsins í Laugarneskirkju.

Lögreglukór Reykjavíkur.Mynd lögregluvefurinn.
Lögreglukór Reykjavíkur.Mynd lögregluvefurinn.
Fréttatilkynning frá Lögreglukórnum í Reykjavík.
Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík nk. laugardag, 21. nóvember, klukkan 16. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson en á tónleikunum nýtur kórinn aðstoðar hljóðfæraleikaranna Gunnars Gunnarssonar (píanó), Tómasar R. Einarssonar (bassi), Ómars Guðjónssonar (gítar) og  Scotts McLemore (slagverk). Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón