Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. desember 2009

Strandafrakt sótti seinni ferðina af ullinni.

Strandafrakt tekur ull í Árneshreppi.
Strandafrakt tekur ull í Árneshreppi.
Nú í dag kom Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt að sækja seinni ferðina af ull til bænda,hann var búin að koma eina ferð þann 7 desember.

Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.

Eins og fram hefur komið hækkaði verð til bænda um átta prósent fyrir ullina á milli ára.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. desember 2009

Hitabylgja í gærkvöld og í nótt.

Mælabúrið í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Mælabúrið í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Mjög hlýtt hefur verið í veðri síðan á þriðja degi mánaðar,auð jörð á lálendi síðan um 9 desember,en fjöll flekkótt.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík var í gær kl 18:00: 9,7stig hámarkið yfir daginn fór í 10,0 stig,en lágmark í 5,7 stig.

Hitinn í morgun kl 09:00 var aðeins 6,5 stig,en hámarkið eftir nóttina fór í 12,6 stig,en lágmark neðri 5,5 stig.

Oft getur verið gott veður hér í desember og janúar,en þegar kemur fram í mars og apríl byrja yfirleitt mestu snjóarnir,það sést á snjómælinga skírslum frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík,yfirleitt er mesta snjódýpt í mars eða apríl.

Spáð er suðlægum vindáttum eða breytilegum áfram með ágætishita en kólnandi undir eða um næstu helgi og nokkurri úrkomu á víð og dreif.

Sjá yfirlit yfir veður aftur um nokkur ár hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009

Opnun móttökustöðvar Sorpsamlags Strandasýslu.

Flokkunarstöð verður á Norðurfirði.
Flokkunarstöð verður á Norðurfirði.
Á morgun laugardaginn 12. desember verður formleg opnun móttökustöðvar fyrir flokkaðan úrgang á Skeiði 3 á Hólmavík.  Er það Sorpsamlag Strandasýslu sem mun sjá um rekstur stöðvarinnar og er ætlunin að opna einnig stöðvar á Drangsnesi, Borðeyri og Norðurfirði.  Munu íbúar og fyrirtæki geta komið með endurvinnanlegan úrgang á móttökustöðina en opið verður til að byrja með á þriðjudögum milli kl. 15:00-17:00, fimmtudögum kl. 17:00-19:00 og annan laugardag í hverjum mánuði kl. 13:00-15:00.  Hægt verður að koma með sléttan pappír, dagblöð, tímarit, bylgjupappa, plastfilmu glæra og litaða, hart plast s.s. skyrdósir, málma, timbur, hjólbarða, rafmagnstæki, gler og spilliefni án gjalds. 
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009

Komið með fóðurbæti til bænda.

Flutningabíll losar fóðurbæti í Litlu-Ávík myndin slæm rigning og dimmviðri.
Flutningabíll losar fóðurbæti í Litlu-Ávík myndin slæm rigning og dimmviðri.
Flutningabíll frá Kaupfélagi Steingrímsfjarða á Hólmavík kom í morgun eða um og fyrir hádegið með fóðurbæti til bænda hér í Árneshreppi.

Vegir eru allsæmilegir en nokkuð blautir enda frost nýfarið úr jörð aftur,og einnig er nýbúið að hefla vegi,og eru þeyr nokkuð mjúkir.

Þetta er óvenju seint sem KSH kemur með fóðurbætinn norður til bænda hér í hreppnum,enn slæm tíð var og ófært var fyrir um hálfum mánuði þegar stóð til að koma með fóðrið norður til bænda hér í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009

Vegagerðin lætur hefla í Árneshreppi í Desember.

Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Í gær um miðjan dag var byrjað að hefla hér innansveitar í Árneshreppi.

Vegurinn var opnaður norður í Árneshrepp á mánudaginn 7 desember,eftir leiðindakafla í veðri.

Þann dag kom flutningabíll frá Strandafrakt að sækja fyrri ferðina af ull norður til bænda í Árneshreppi áður enn að ræsi yfir Kleifará yrði tekið í sundur vegna endurbóta,stór hólkur hafði þar gefið sig og var þetta talsvert tjón að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,og stæði viðgerð jafnvel yfir í tvo daga,sem og varð.

Vegagerðin á Hólmavík lét síðan hefla verstu kaflana á vegum innansveitar í hreppnum í gær og líkur heflun í dag.

Enda er þetta eins og vorblíða undanfarna daga.

Ekki hefur verið heflað norður í Árneshrepp síðan í ágúst í sumar sem leið, enn aðeins var farið yfir verstu kaflana um miðjan september.

Þessu fagna Árneshreppsbúar innilega og fagna smá lit til hreppsbúa áður en snjómokstri er hætt alveg þann 5 janúar næstkomandi.

Enda veitti ekki af að laga þessar holur sem var orðin hola við holu á vegum hér í hreppnum.

Hreppsbúar mega því jafnvel búa við aðeins betri vegi hér innansveitar í vetur,enda mokað að hluta hér innansveitar yfir veturinn.

Þetta var frábær jólagjöf til Árneshreppsbúa frá Vegagerðinni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. desember 2009

Áætlun á Gjögur um jól og áramót.

Flugstöðin á Gjögurflugvelli.
Flugstöðin á Gjögurflugvelli.
Áætlun flugfélagsins Ernis á Gjögur er sem hér segir um jól og áramót.  

23.12 (mið) - Þorláksmessa

Frá Reykjavík

 

13:00

13:40

 

Frá Gjögri

 

14:10

14:50

 

24.12 (fim) - Aðfangadagur

 

 

Ekkert flug

25.12 (fös) - Jóladagur

 

 

Ekkert flug

26.12 (lau) - Annar í jólum

 

 

Ekkert flug

27.12 (sun)

 

 

Ekkert flug

 

28.12 (mán)

Frá Reykjavík

 

13:00

13:40

 

Frá Gjögri

 

14:10

14:50

 

29.12 (þri)

 

 

Ekkert flug

 

30.12 (mið)

Frá Reykjavík

 

13:00

13:40

 

Frá Gjögri

 

14:10

14:50

 

31.12 (fim) - Gamlársdagur

 

 

Ekkert flug

01.01 (fös) - Nýársdagur

 

 

Ekkert flug

Síðasta flug er sem sagt fyrir jól á Þorláksmessu til og frá Gjögri.
Og síðasta flug til og frá Gjögri fyrir áramót er miðvikudaginn 30 desember í stað á fimmtudags eins og venja er,því Aðfangadagur jóla og Gamlársdagur eru á fimmtudögum í ár.
Opnunartími flugafgreiðslu á Gjögri er á flugdögum á milli kl 11:00 og 15:00.Síminn er 4514033.
Á Reykjavíkurflugvelli (á bak við Hótel Loftleiðir) er opið sem hér segir:´
Á mánd-06:30 til 19:30.Á þri-frá 07:00 til 21.30.Á mið-frá 06:30 til 19:30.Á fim-frá 07:00 til 21:30.Á fös-frá 06:30 til 21:30.Á laug -frá 12:00 til 16:00 og á sun-frá 10:00 til 20:00.Síminn í afgreiðslu er 5622640.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. desember 2009

Aðventuhátíð í Bústaðakirkju.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
1 af 2
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 16.30. Þar stjórnar Krisztina Szklenár söng kórsins auk þess sem barnakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage. Einsöngvari með kórnum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).Grétar Jónsson félagi í kórnum flytur hugvekju.
Miðaverð er 2.200 kr. fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn hátiðargesta, 14 ára og yngri.
Vert er að minna á hið veglega kaffihlaðborð kórsins að loknum tónleikum en það er innifalið í miðaverði.
Kórinn vonast til að sjá sem flesta í jólaskapi!
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2009

Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða 2009.

Styrkþegar og fulltrúar Menningarráðs Vestfjarða.Mynd Ágúst G Atlason.
Styrkþegar og fulltrúar Menningarráðs Vestfjarða.Mynd Ágúst G Atlason.
1 af 4
Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fór fram í Hlunnindasetrinu á Reykhólum föstudaginn 4 desember.
Voru þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða,en alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 150 þúsund til 1 milljón,samtals að upphæð 18,5 milljón.
Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki.
Hæðstu styrkirnir að þessu sinni,að upphæð 1 milljón,fara til þriggja verkefna.
Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi fær styrk til hönnunar og undirbúnings sýningar sem fyrirhuguð er að opna næsta sumar.
Edinborgarhúsið á Ísafirði fær styrk til listviðburða í Edinborg og félagið Aldrei fór ég suður fær styrk til  að halda samnefnda tónlistarhátíð á Ísafirði um næstu páska.
Það voru Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi sem afhentu vilyrði fyrir styrkjum og héldu erindi.
Einnig kynnti Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum verkefnið Arnarsetur Íslands,áður en menn snéru sér að kaffinu og vöfflunum,segir í fréttatilkynningu frá Menningarráði Vestjarða.
Myndirnar sem fylgja með tók Ágúst G Atlason.
Þessir fengu styrki við seinni úthlutun 2009:
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2009

Handverk úr heimabyggð er jólagjöfin í ár.

Ýmislegt fallegt er á jólamarkaði Galdrasafnsins.
Ýmislegt fallegt er á jólamarkaði Galdrasafnsins.
Handverkshópurinn Strandakúnst verður að venju með jóla-handverks-markað á Galdrasafninu á Hólmavík fyrir þessi jól og verður hann opnaður 10. desember og er áætlað að hafa opið frá 13-16 alla daga til jóla. Þar verður að vanda hægt að fá m.a. alls konar hlýtt og klæðilegt og þjóðlegt dót, handgert af Strandamönnum, unnið með ást og alúð úr ull og garni og heppilegt til að prýða og ylja þeim sem eru svo heppnir að eignast húfu, vettlinga, sokka eða peysur og trefla. Nú og svo er nú ýmislegt annað á boðstólum, gott í gogginn, gott til gjafa og gott til að lýsa upp skammdegið. Þeir sem vilja selja hafi samband við Ásdísi í síma 6943306.
Þetta kemur fram á Strandir.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. nov til 7. des 2009.

Gabb var um eld á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi.
Gabb var um eld á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi.

Í vikunni sem var að líða urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 1 des. var minniháttar umferðaróhapp á Vestfjarðarvegi í Tungudal, þar fór bíll útaf veginum, minniháttar skemmdir og engin slys á fólki.

Miðvikudaginn 2 des. urðu tvö óhöpp, fyrr óhappið varð á Hnífsdalsvegi, þar hafnaði bifreið á ljósastaur, talsvert eignartjón og ekki slys á fólki.

Þann sama dag varð árekstur á Þuríðarbraut í Bolungarvík.  Þar skullu saman tvær bifreiðar og var um talsvert eignartjón að ræða.  Bifreiðarnar óökuhæfar eftir og ökumenn kenndu sér eymsla og fóru sjálfir á heilsugæsluna til skoðunar.  Öll þessi óhöpp má rekja til akstursskilyrða sem voru slæm og voru akstursskilyrði víða í umdæminu slæm þessa viku.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðann akstur innanbæjar á Ísafirði á Skutulsfjarðarbraut.  Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna ljósabúnaðar.  Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.

Aðfaranótt sunnudags 6 des. var tilkynnt um eld í veitingahúsinu Café Riis á Hólmavík, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Reyndist útkallið vera gabb, sem betur fer enginn eldur.

2 des. féll snjóflóð á Hnífsdalsveg og lokaði honum að hluta.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Allt sett í stóra holu.
Vefumsjón