Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. nóvember 2009

Hafís við Vestfirði 22-11-2009.

Modis mynd,frá 22-11-2009 kl 13:10.
Modis mynd,frá 22-11-2009 kl 13:10.
1 af 2

Á gervihnattamyndinni hér hægra megin sem tekin var 22. nóvember 2009 kl. 13:10 sést hafísröndin vel.  Samkvæmt myndinni þá lítur út fyrir að þykkur ís sé um 100 sml vestnorðvestur (VNV) af Straumnesi.  Stakir jakar geta verið nær landi. 

Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi.
Þetta kemur fram á Hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. nóvember 2009

Símstöðin verður stækkuð.

Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu í Litlu-Ávíkurlandi.
Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu í Litlu-Ávíkurlandi.

Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur forstöðumanni samskiptasviðs Símans.
1. Einungis er um að ræða vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík (Við settum upp 7 aðrar á Ströndum)

2. Sala í kringum Trékyllisvík var vonum framar og er stöðin á álagstímum ekki að anna álagi. Síminn er að vinna að stækkun stöðvar með birgja. Málið mun leysast á næstu dögum.

3. Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.

4. Í verkefninu er bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík. Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009

Hvers eiga Árneshreppsbúar að gjalda vegna Netsambands.

Sett upp 3.G örbylgjuloftnet í Árneshreppi.
Sett upp 3.G örbylgjuloftnet í Árneshreppi.
Nú síðan að þessi  háhraðanettenging var sett upp hér í Árneshreppi í lok október hafa hreppsbúar þurft að þola ýmislegt í netöryggi frá Símanum.

Netsamband úti og inni til skiptis.

Kvartað var til Fjarskiptasjóðs af stofnunum og Oddvita Árneshrepps og frá flestum heimilum hreppsins þegar fyrsta bilun varð í um rúman hálfan sólarhring um kvöldið 5 nóvember og fram á morgun næsta dags.

Enn hefur Síminn ekki staðið við háhraðanettengingu til Djúpavíkur og Kjörvogs og Gjögursvæðið,það er alltaf í athugun.Hvað lengi?Kannski í lagi vegna þess að Síminn getur ekki staðið við þjónustuna sem Fjarskiptasjóður lét honum í te.

Nú er mál að linni og Árneshreppsbúar vilja fá sömu netþjónustu og öryggi og aðrir landsmenn í dreifbýli.

Nú á morgun mun Oddviti Árneshrepps tala við yfirmenn Fjarskiptasjóðs og yfirmenn Símans um þessi mál.Það mun ekkert koma út úr því strax en verður þá vonandi athugað betur.

Ef hreppsbúar þurfa að taka upp gamla kerfið aftur Isdn kerfið sem er rándýrt ættu notendur Árneshrepps að fá það frítt í bili þangað til að Síminn,og eða annað netfyrirtæki kemur með Háhraðanettengingu til hreppsbúa sem er treystandi á.

Nú er nóg með að ríkisvaldið láti snjómokstur lítið til sín varða hingað í Árneshrepp,en hreppsbúar láta ekki ganga yfir sig með að háhraðanetið verði ekki í lagi hér sem annarstaðar á landsbyggðinni.Hvernig væri að þessir þingmenn NV kjördæmis létu til sín taka í þessu máli.

Þetta verður ekki látið afskiptalaust,enda var kjörorð fyrri og núverandi ríkisstjórnar:Háhraðanet til allra landsmanna.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. nov til 23. nov 2009.

Frekar tíðindalítil vika hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Frekar tíðindalítil vika hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

S.l. vika var frekar tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum.  Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp minniháttar í Dyrafirði, tjón á ökutækjum og ekki slys á fólki.  Lögregla fylgdist með ástandi ökutækja og ræddi við nokkra aðila vegna öryggisbúnaðar ljósa og fl. og var þeim gert að lagfæra það sem áfátt var.  Lögregla heldur áfram eftirliti sínum við grunnskóla og leikskóla umdæmisins og vill koma því á framfæri að ökumenn sjái til þess að farþegar þeirra noti viðeigandi öryggisbúnað í bifreiðum sínum.  Í vikunni var tilkynnt um þjófnað á vinnuljósum af tæki vegagerðarinnar sem stóð við gatnamótin á Vestfjarðavegi þar sem ekið er út að Núpi í Dyrafirði.  Þjófnaðurinn átti sér stað á tímabilinu frá 5 nov. til 11 nov. s.l.   Ef einhverjir hafa upplýsingar  vegna þessa þjófnaðar hafi þá samband við lögregluna á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði  sími 450-3730.

| mánudagurinn 23. nóvember 2009

Myndir frá Gjögri

1 af 3
Rúnar Sörensen sendi okkur þessar fallegu myndir frá Gjögri. Rúnar, sem er giftur Guðrúnu Karlsdóttur frá Gjögri, er dyggur lesandi Litla-Hjalla og kveðst oft líta við á síðunni okkar.

Við þökkum Rúnari kærlega fyrir myndirnar og hvetjum lesendur til að senda okkur góðar myndir sem þeir eiga í fórum  sínum.

Ekki væri síður fróðlegt að fá myndir frá liðinni tíð í Árneshreppi til birtingar.

Hægt er að senda myndir á póstfangið hrafnjokuls@hotmail.com
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009

Orkubúið hefur algera sérstöðu meðal orkufyrirtækja.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Bæjarins besta.
Eitt orkufyrirtæki má þó bera höfuðið hátt um þessar mundir: Orkubú Vestfjarða. Fyrirtækið skuldar ekkert í erlendri mynt, eigið fé þess er 4,5 milljarðar króna, fjármagnsliðir þess voru jákvæðir á síðasta ári og félagið skilaði hagnaði", segir dálkahöfundurinn „Óðinn" í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Hann heldur áfram: „Óðinn man þá tíð er staða Orkubúsins var ekki svona góð. Nú er það hins vegar stefna fyrirtækisins að fjármagna allar fjárfestingar með eigin fé. Nú, þegar önnur orkufyrirtæki landsins ganga bónleið til búðar í leit að lánsfé til að fjármagna enn frekari framkvæmdir, ætlar Orkubú Vestfjarða að taka 300 milljónir upp úr vasanum og reisa nýja virkjun í Mjólká. Líklega hafa skilaboð Seðlabankans náð vestur á Ísafjörð þótt þau hafi ekki náð norður á Akureyri eða upp á efstu hæð hússins við Bæjarháls."
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. nóvember 2009

500.Aðdáendi Litlahjalla.

500.Aðdáandi Litlahjalla var Ellen María Sveinbjörnsdóttir.
500.Aðdáandi Litlahjalla var Ellen María Sveinbjörnsdóttir.
Stutt er síðan að Litlihjalli fór á Facebook eða nákvæmlega þann 06-11-2009,og eru nú komnir 504 aðdáendur sem hlýtur að kallast gott fyrir svona lítinn vef úr fámenneðstu sveit landsins.
Í um tvo daga var aðdáandi númer 500 á efsta lista eða trónaði þar lengst allra.
Aðdáandi númer 500 er,eigum við að hafa þetta spennandi,hver var það,karl eða kona,hver var númer fimmundruð í aðdáendum,jú það var kona sem vefritari veit engin deili á,en hún er sko,ja hver,jú það er hún Ellen María Sveinbjörnsdóttir,sem er að sjálfsögðu á feisbókinni,og les fréttir af landsbyggðinni.
Vefurinn Litlihjalli óskar þessum aðdáenda sínum til hamingju að vera nr 500 í aðdáendum Litlahjalla og óskar henni gæfu og velfarnaðar í komandi framtíð.
Um leið vill vefurinn þakka öllum aðdáendum sínum á Feisbókinni.
Þessi góði aðdáandi nr 500.má alveg tjá sig hér undir fréttinni þar sem lesendur geta tjáð sig,og segja frá því af hverju hún fer inná litla fréttamiðla af landsbyggðinni.
Góðir aðdáendur á Facbook eru beðnir sem þekkja þessa konu (stúlku) að láta hana vita um að hún var númer fimmhundruð sem aðdáandi Litlahjalla.
Hver verður aðdáandi nr 1000?.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. nóvember 2009

Landnám minksins í Árneshreppi.

Minkur með bráð.Mynd Strandir.
Minkur með bráð.Mynd Strandir.
Strandir.is
Síðustu misseri hefur verið unnið að því að gera gömul dagblöð og tímarit aðgengilegri og þar er að sjálfsögðu aragrúi upplýsinga um mannlíf á Ströndum og sögu svæðisins. Margt skemmtilegt er þar innan um. Fréttaritari rakst á frásögn af fyrsta minknum sem sást í Árneshreppi, en hann var veiddur þar í ágúst 1958. Er hún birt hér að neðan til gamans, m.a. með hliðsjón af umræðu nú um hugsanlega útrýmingu minka á Íslandi. Greinin sem er eftir Regínu frá Gjögri birtist í Morgunblaðinu þann 12. ágúst 1958.

Fyrsta minknum banað í Árneshreppi á Ströndum

Fyrir nokkru fóru þær Ester Magnúsdóttir, Djúpavík, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reykjafirði og Herdís Árnadóttir sama stað, ríðandi norður í Trékyllisvík. Er konurnar voru komnar út að svokölluðu Vallnesi, sem tilheyrir Reykjafjarðarlandi, sáu þær dýr í fjörunni sem þær báru ekki kennsl á.

Fóru þær af baki og eltust við dýrið, sem reyndist vera minkur. Flúði minkurinn undir stein. Konurnar tóku þá það ráð, að tvær fóru heim í Reykjafjörð, að sækja Kjartan Guðmundsson bónda til að ráða niðurlögum hins skaðlega dýrs.

Komu Kjartan og konurnar eftir um það bil klukkustund og var Kjartan með byssu og hund með sér. Byrjaði þá orrustan og voru þau öll í vígahug. Konurnar tóku rekaviðarspýtur og hugðust lyfta steininum, sem minkurinn lá undir. Eftir nokkurn tíma skaust minkurinn undan steininum og skaut Kjartan hann samstundis. Þetta er í fyrsta skipti sem minkur sést hér í Árneshreppi.

Morgunblaðið 12. ágúst 1958
Þetta kemur fram á www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. nóvember 2009

Netsamband datt út enn einu sinni í Árneshreppi.

Móttökukassinn fyrir 3.G Örbylgusendinn.
Móttökukassinn fyrir 3.G Örbylgusendinn.
Nú uppúr kl 13:30 í gærdag datt netsamband út hjá okkur í Árneshreppi og vefstjóri Litlahjalla hafði samband við tæknilega aðstoð Símans uppúr klukkan tvö í dag og sáu þeir strax að eitthvað var að við netsambandið bæði á 3.G netlyklum og 3.G háraðanettengingunni hinni nýju.

Báðu Símamenn að athuga um ljós á sendikassanum sem settur var upp inni vegna þessa háhraðanettengingar,ljós sem er blátt og á að lýsa mjög skýrt ef gott samband er,en það var bara fölblátt.

Einnig hringdi vefstjóri á nokkra bæi og tvær stofnanir til að athuga þar,en þar var sambandslaust eins og í Litu-Ávík.

Netsambandið hefur verið mjög gott frá því að bilun varð á fimmtudagskvöldið 5 nóvember er allt samband datt alveg út,en komst inn aftur að morgni föstudagsins 6 nóvember,og hefur verið nokkurn vegin verið í lagi síðan með smá undantekningum samt,sem Síminn kallaði þá að væri vegna álags.Enn það getur bara ekki staðist að það sé álag bara í eitt kvöld.

 

Tæknideild Símans var sett strax í að athuga hvað væri að og vinna nú í málunum.

Samband frá 3.G netlyklum hafa komu inn annað slagið í gær í þessari bilun svona í brot úr mínútu eða allt uppí 2 mínútur.

Þetta er mjög bagalegt fyrir notendur Árneshrepps að geta ekki treyst á hina nýju háhraðatengingu,stofnanir og heimili detta út.

Frá því um kl 15:00 í gær hefur þetta háhraðanet verið inni með köflum,og eru starfsmenn Símans að skoða allt uppá nýtt.Ekkert verður unnið í þessu um helgina að viti að sögn Símans,nema sem hægt er að gera í stjórnborðinu þar,þetta mun koma inn annað slagið þessi tenging svipað og var í gær,að sögn Símans.

Þannig að vonandi er að Árneshreppur verði ekki alveg úti um helgina með netsamband.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2009

Myndir frá miklum sjógangi í morgun.

Miklar öldur við Hjallskerin við lendinguna að Litlu-Ávík.
Miklar öldur við Hjallskerin við lendinguna að Litlu-Ávík.
1 af 6
Nú í morgun var veðurhæð að ganga niður eftir hvassviðrið í nótt.

Samkvæmt vindmælum á veðurstöðinni í  Litlu-Ávík var mesti vindur í gærkveldi og í nótt í jafnavind í um 19 til 22 m/s uppí 25 m/s af Norðnorðaustri.

Sjólag fór að ganga upp strax í gær og í gærdag kl 18:00 var komin mikill sjór,áætluð ölduhæð 4 til 6 m og nú í morgun var hann ekki minni þegar þessar myndir voru teknar um 10:30  fyrir hádegið,en háflæði var kl 11:57.

Myndirnar eru ekki góðar vegna rigningardropanna sem setjast á myndavélina og myndatökumaður hristist í vindi sem var þá um 16 m/s.

Enn myndirnar ættu að skýra sjóganginn sem er og hefur verið,mikill sjór og jafnvel uppí stórsjó þá ölduhæð áætluð 6 til 9 m um tíma.

Oft eykst sjólag þótt dragi úr vindi í talsverðan tíma á eftir.

Tekið skal fram að stórstreymt er núna.Sjór gekk langt uppá gras í mestu fyllingunum.

Allar myndirnar eru teknar frá Litlu-Ávík ofan af fjörukambinum og við Ávíkurána.

 

 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Múlakot í Krossneslandi.
Vefumsjón