Strandafrakt sótti seinni ferðina af ullinni.
Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.
Eins og fram hefur komið hækkaði verð til bænda um átta prósent fyrir ullina á milli ára.
Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.
Eins og fram hefur komið hækkaði verð til bænda um átta prósent fyrir ullina á milli ára.
Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík var í gær kl 18:00: 9,7stig hámarkið yfir daginn fór í 10,0 stig,en lágmark í 5,7 stig.
Hitinn í morgun kl 09:00 var aðeins 6,5 stig,en hámarkið eftir nóttina fór í 12,6 stig,en lágmark neðri 5,5 stig.
Oft getur verið gott veður hér í desember og janúar,en þegar kemur fram í mars og apríl byrja yfirleitt mestu snjóarnir,það sést á snjómælinga skírslum frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík,yfirleitt er mesta snjódýpt í mars eða apríl.
Spáð er suðlægum vindáttum eða breytilegum áfram með ágætishita en kólnandi undir eða um næstu helgi og nokkurri úrkomu á víð og dreif.
Sjá yfirlit yfir veður aftur um nokkur ár hér.
Vegir eru allsæmilegir en nokkuð blautir enda frost nýfarið úr jörð aftur,og einnig er nýbúið að hefla vegi,og eru þeyr nokkuð mjúkir.
Þetta er óvenju seint sem KSH kemur með fóðurbætinn norður til bænda hér í hreppnum,enn slæm tíð var og ófært var fyrir um hálfum mánuði þegar stóð til að koma með fóðrið norður til bænda hér í Árneshreppi.
Vegurinn var opnaður norður í Árneshrepp á mánudaginn 7 desember,eftir leiðindakafla í veðri.
Þann dag kom flutningabíll frá Strandafrakt að sækja fyrri ferðina af ull norður til bænda í Árneshreppi áður enn að ræsi yfir Kleifará yrði tekið í sundur vegna endurbóta,stór hólkur hafði þar gefið sig og var þetta talsvert tjón að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,og stæði viðgerð jafnvel yfir í tvo daga,sem og varð.
Vegagerðin á Hólmavík lét síðan hefla verstu kaflana á vegum innansveitar í hreppnum í gær og líkur heflun í dag.
Enda er þetta eins og vorblíða undanfarna daga.
Ekki hefur verið heflað norður í Árneshrepp síðan í ágúst í sumar sem leið, enn aðeins var farið yfir verstu kaflana um miðjan september.
Þessu fagna Árneshreppsbúar innilega og fagna smá lit til hreppsbúa áður en snjómokstri er hætt alveg þann 5 janúar næstkomandi.
Enda veitti ekki af að laga þessar holur sem var orðin hola við holu á vegum hér í hreppnum.
Hreppsbúar mega því jafnvel búa við aðeins betri vegi hér innansveitar í vetur,enda mokað að hluta hér innansveitar yfir veturinn.
Þetta var frábær jólagjöf til Árneshreppsbúa frá Vegagerðinni.
|
23.12 (mið) - Þorláksmessa |
Frá Reykjavík |
|
13:00 |
13:40 |
|
|
|
Frá Gjögri |
|
14:10 |
14:50 |
|
|
|
|||||
|
24.12 (fim) - Aðfangadagur |
|
|
Ekkert flug |
||
|
25.12 (fös) - Jóladagur |
|
|
Ekkert flug |
||
|
26.12 (lau) - Annar í jólum |
|
|
Ekkert flug |
||
|
27.12 (sun) |
|
|
Ekkert flug |
||
|
|
|||||
|
28.12 (mán) |
Frá Reykjavík |
|
13:00 |
13:40 |
|
|
|
Frá Gjögri |
|
14:10 |
14:50 |
|
|
|
|||||
|
29.12 (þri) |
|
|
Ekkert flug |
||
|
|
|||||
|
30.12 (mið) |
Frá Reykjavík |
|
13:00 |
13:40 |
|
|
|
Frá Gjögri |
|
14:10 |
14:50 |
|
|
|
|||||
|
31.12 (fim) - Gamlársdagur |
|
|
Ekkert flug |
||
|
01.01 (fös) - Nýársdagur |
|
|
Ekkert flug |
||
Í vikunni sem var að líða urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum
Þriðjudaginn 1 des. var minniháttar umferðaróhapp á Vestfjarðarvegi í Tungudal, þar fór bíll útaf veginum, minniháttar skemmdir og engin slys á fólki.
Miðvikudaginn 2 des. urðu tvö óhöpp, fyrr óhappið varð á Hnífsdalsvegi, þar hafnaði bifreið á ljósastaur, talsvert eignartjón og ekki slys á fólki.
Þann sama dag varð árekstur á Þuríðarbraut í Bolungarvík. Þar skullu saman tvær bifreiðar og var um talsvert eignartjón að ræða. Bifreiðarnar óökuhæfar eftir og ökumenn kenndu sér eymsla og fóru sjálfir á heilsugæsluna til skoðunar. Öll þessi óhöpp má rekja til akstursskilyrða sem voru slæm og voru akstursskilyrði víða í umdæminu slæm þessa viku.
Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðann akstur innanbæjar á Ísafirði á Skutulsfjarðarbraut. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna ljósabúnaðar. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.
Aðfaranótt sunnudags 6 des. var tilkynnt um eld í veitingahúsinu Café Riis á Hólmavík, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn. Reyndist útkallið vera gabb, sem betur fer enginn eldur.
2 des. féll snjóflóð á Hnífsdalsveg og lokaði honum að hluta.