Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. desember 2009
Prenta
Strandafrakt sótti seinni ferðina af ullinni.
Nú í dag kom Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt að sækja seinni ferðina af ull til bænda,hann var búin að koma eina ferð þann 7 desember.
Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.
Eins og fram hefur komið hækkaði verð til bænda um átta prósent fyrir ullina á milli ára.