Vegagerðin lætur hefla í Árneshreppi í Desember.
Vegurinn var opnaður norður í Árneshrepp á mánudaginn 7 desember,eftir leiðindakafla í veðri.
Þann dag kom flutningabíll frá Strandafrakt að sækja fyrri ferðina af ull norður til bænda í Árneshreppi áður enn að ræsi yfir Kleifará yrði tekið í sundur vegna endurbóta,stór hólkur hafði þar gefið sig og var þetta talsvert tjón að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,og stæði viðgerð jafnvel yfir í tvo daga,sem og varð.
Vegagerðin á Hólmavík lét síðan hefla verstu kaflana á vegum innansveitar í hreppnum í gær og líkur heflun í dag.
Enda er þetta eins og vorblíða undanfarna daga.
Ekki hefur verið heflað norður í Árneshrepp síðan í ágúst í sumar sem leið, enn aðeins var farið yfir verstu kaflana um miðjan september.
Þessu fagna Árneshreppsbúar innilega og fagna smá lit til hreppsbúa áður en snjómokstri er hætt alveg þann 5 janúar næstkomandi.
Enda veitti ekki af að laga þessar holur sem var orðin hola við holu á vegum hér í hreppnum.
Hreppsbúar mega því jafnvel búa við aðeins betri vegi hér innansveitar í vetur,enda mokað að hluta hér innansveitar yfir veturinn.
Þetta var frábær jólagjöf til Árneshreppsbúa frá Vegagerðinni.