Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2009 Prenta

Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða 2009.

Styrkþegar og fulltrúar Menningarráðs Vestfjarða.Mynd Ágúst G Atlason.
Styrkþegar og fulltrúar Menningarráðs Vestfjarða.Mynd Ágúst G Atlason.
1 af 4
Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fór fram í Hlunnindasetrinu á Reykhólum föstudaginn 4 desember.
Voru þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða,en alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 150 þúsund til 1 milljón,samtals að upphæð 18,5 milljón.
Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki.
Hæðstu styrkirnir að þessu sinni,að upphæð 1 milljón,fara til þriggja verkefna.
Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi fær styrk til hönnunar og undirbúnings sýningar sem fyrirhuguð er að opna næsta sumar.
Edinborgarhúsið á Ísafirði fær styrk til listviðburða í Edinborg og félagið Aldrei fór ég suður fær styrk til  að halda samnefnda tónlistarhátíð á Ísafirði um næstu páska.
Það voru Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi sem afhentu vilyrði fyrir styrkjum og héldu erindi.
Einnig kynnti Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum verkefnið Arnarsetur Íslands,áður en menn snéru sér að kaffinu og vöfflunum,segir í fréttatilkynningu frá Menningarráði Vestjarða.
Myndirnar sem fylja með tók Ágúst G Atlason.
Þessir fengu styrki við seinni úthlutun 2009:

 

Arnarsetur - hönnun og undirbúningur sýningar (Arnarsetur Íslands) 1.000.000

Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíð á Ísafirði um páskana 2010 (Aldrei fór ég suður, félag) 1.000.000
Listviðburðir í Edinborgarhúsi júlí 2009 - apríl 2010 (Edinborgarhúsið á Ísafirði) 1.000.000

Vaxandi tungl (Í einni sæng ehf) 750.000

Sýning í kirkju Samúels Jónssonar að Brautarholti í Selárdal (Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal) 750.000

Focus Westfjords (Focus Westfjords) 750.000

Líf í Árneshreppi (Artic kind production) 750.000

Sýning í Skrímlasetri (Félag áhugamanna um skrímslasetur) 750.000
Svarti víkingurinn - Leikin heimildarmynd (Strandagaldur ses) 750.000

Margmiðlunarnámskeið fyrir ungt fólk í Tankinum á Flateyri (Brimnesvegur 28 ehf) 700.000
Wild Westfjords - Ljósmyndabók + CD (Soffía M Gústafsdóttir) 700.000

 

Sögusýning um refaveiðar og refaveiðimenn (Melrakkasetur Íslands) 600.000
Sýning um æfi og störf Þorsteins Þorleifssonar (Minja og handverkshúsið Kört) 600.000

Samstarfs- og þróunarverkefni: Listaháskóli unga fólksins (Háskólasetur Vestfjarða) 550.000

 

Drangajökull - sambúð manns og náttúru (Snjáfjallasetur) 500.000

Melrakki - einleikur (Kómedíuleikhúsið) 500.000

Heimildamynd um gerð og uppsetningu altaristöflunnar Fuglar himinsins (Ísafjarðarkirkja) 500.000
Þjóðbrók og hitt hyskið. Myndskreytt barnabók á fjórum tungumálum (Brúðuleikhúsið Dúkkukerran) 500.000

Járnminnismerki (Ljósop ehf.) 500.000

 

Sönglagakeppni Vestfjarða (Magnús Hávarðarson) 400.000

Flæði - Útgáfa á frumsamdri tónlist og tónleikaröð af því tilefni (Magnús Hávarðarson) 400.000

Menning og saga á Bíldudal (Birna Friðbjört Stephensen Hannesdóttir) 400.000
Álfaleitin: Námskeið - leiklist og söngleikur (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar) 400.000

Sögusýning í Einarshúsi (Einarshúsið ehf) 400.000

Eikin ættar minnar, af séra Ólafi á Söndum (Íþróttafélagið Höfrungur, leikdeild) 400.000
Samstarfs- og þróunarverkefni: Brennið þið vitar (Listahátíð í Reykjavík) 400.000

 

Þögul mynd af húsi (Minningasafnið) 300.000

Námskeið í faldbúningasaum í heimabyggð (Þjóðbúningafélag Vestfjarða) 300.000

Útgafa bóka um þjóðtrú með áherslu á Vestfirði (Þjóðfræðistofa) 300.000
Á reki: Útgáfa bókar um rekavið og strandmenningu (Þjóðfræðistofa) 300.000

 

Svo langt sem það nær (Þröstur Jóhannesson) 250.000

Simbahöllin: Old style newspaper (Wouter Van Hoeymissen) 250.000

Lýðveldið á Eyrinni (Kvennabragginn) 200.000
Dugmiklar dragþórur - sýning á vélakosti Sauðfjárseturs á Ströndum (Sauðfjársetur á Ströndum) 200.000

 

Kirkjur á Vestfjörðum (Marsibil G. Kristjánsdóttir) 150.000
Söguritun, útgáfa og sýning vegna aldarafmælis Kvenfélagsins Hlífar á Ísafirði árið 2010 (Kvenfélagið Hlíf) 150.000

Vestfirska leikárið 2009-2010 (Kómedíuleikhúsið, Act alone, Brúðuleikhúsið Dúkkukerran, Höfrungur leikdeild, Leikfélag Hólmavíkur, Litli Leikklúbburinn) 150.000

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón