Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. desember 2009

Áætlun á Gjögur um jól og áramót.

Flugstöðin á Gjögurflugvelli.
Flugstöðin á Gjögurflugvelli.
Áætlun flugfélagsins Ernis á Gjögur er sem hér segir um jól og áramót.  

23.12 (mið) - Þorláksmessa

Frá Reykjavík

 

13:00

13:40

 

Frá Gjögri

 

14:10

14:50

 

24.12 (fim) - Aðfangadagur

 

 

Ekkert flug

25.12 (fös) - Jóladagur

 

 

Ekkert flug

26.12 (lau) - Annar í jólum

 

 

Ekkert flug

27.12 (sun)

 

 

Ekkert flug

 

28.12 (mán)

Frá Reykjavík

 

13:00

13:40

 

Frá Gjögri

 

14:10

14:50

 

29.12 (þri)

 

 

Ekkert flug

 

30.12 (mið)

Frá Reykjavík

 

13:00

13:40

 

Frá Gjögri

 

14:10

14:50

 

31.12 (fim) - Gamlársdagur

 

 

Ekkert flug

01.01 (fös) - Nýársdagur

 

 

Ekkert flug

Síðasta flug er sem sagt fyrir jól á Þorláksmessu til og frá Gjögri.
Og síðasta flug til og frá Gjögri fyrir áramót er miðvikudaginn 30 desember í stað á fimmtudags eins og venja er,því Aðfangadagur jóla og Gamlársdagur eru á fimmtudögum í ár.
Opnunartími flugafgreiðslu á Gjögri er á flugdögum á milli kl 11:00 og 15:00.Síminn er 4514033.
Á Reykjavíkurflugvelli (á bak við Hótel Loftleiðir) er opið sem hér segir:´
Á mánd-06:30 til 19:30.Á þri-frá 07:00 til 21.30.Á mið-frá 06:30 til 19:30.Á fim-frá 07:00 til 21:30.Á fös-frá 06:30 til 21:30.Á laug -frá 12:00 til 16:00 og á sun-frá 10:00 til 20:00.Síminn í afgreiðslu er 5622640.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. desember 2009

Aðventuhátíð í Bústaðakirkju.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
1 af 2
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 16.30. Þar stjórnar Krisztina Szklenár söng kórsins auk þess sem barnakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage. Einsöngvari með kórnum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).Grétar Jónsson félagi í kórnum flytur hugvekju.
Miðaverð er 2.200 kr. fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn hátiðargesta, 14 ára og yngri.
Vert er að minna á hið veglega kaffihlaðborð kórsins að loknum tónleikum en það er innifalið í miðaverði.
Kórinn vonast til að sjá sem flesta í jólaskapi!
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2009

Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða 2009.

Styrkþegar og fulltrúar Menningarráðs Vestfjarða.Mynd Ágúst G Atlason.
Styrkþegar og fulltrúar Menningarráðs Vestfjarða.Mynd Ágúst G Atlason.
1 af 4
Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fór fram í Hlunnindasetrinu á Reykhólum föstudaginn 4 desember.
Voru þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða,en alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 150 þúsund til 1 milljón,samtals að upphæð 18,5 milljón.
Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki.
Hæðstu styrkirnir að þessu sinni,að upphæð 1 milljón,fara til þriggja verkefna.
Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi fær styrk til hönnunar og undirbúnings sýningar sem fyrirhuguð er að opna næsta sumar.
Edinborgarhúsið á Ísafirði fær styrk til listviðburða í Edinborg og félagið Aldrei fór ég suður fær styrk til  að halda samnefnda tónlistarhátíð á Ísafirði um næstu páska.
Það voru Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi sem afhentu vilyrði fyrir styrkjum og héldu erindi.
Einnig kynnti Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum verkefnið Arnarsetur Íslands,áður en menn snéru sér að kaffinu og vöfflunum,segir í fréttatilkynningu frá Menningarráði Vestjarða.
Myndirnar sem fylgja með tók Ágúst G Atlason.
Þessir fengu styrki við seinni úthlutun 2009:
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2009

Handverk úr heimabyggð er jólagjöfin í ár.

Ýmislegt fallegt er á jólamarkaði Galdrasafnsins.
Ýmislegt fallegt er á jólamarkaði Galdrasafnsins.
Handverkshópurinn Strandakúnst verður að venju með jóla-handverks-markað á Galdrasafninu á Hólmavík fyrir þessi jól og verður hann opnaður 10. desember og er áætlað að hafa opið frá 13-16 alla daga til jóla. Þar verður að vanda hægt að fá m.a. alls konar hlýtt og klæðilegt og þjóðlegt dót, handgert af Strandamönnum, unnið með ást og alúð úr ull og garni og heppilegt til að prýða og ylja þeim sem eru svo heppnir að eignast húfu, vettlinga, sokka eða peysur og trefla. Nú og svo er nú ýmislegt annað á boðstólum, gott í gogginn, gott til gjafa og gott til að lýsa upp skammdegið. Þeir sem vilja selja hafi samband við Ásdísi í síma 6943306.
Þetta kemur fram á Strandir.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. nov til 7. des 2009.

Gabb var um eld á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi.
Gabb var um eld á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi.

Í vikunni sem var að líða urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 1 des. var minniháttar umferðaróhapp á Vestfjarðarvegi í Tungudal, þar fór bíll útaf veginum, minniháttar skemmdir og engin slys á fólki.

Miðvikudaginn 2 des. urðu tvö óhöpp, fyrr óhappið varð á Hnífsdalsvegi, þar hafnaði bifreið á ljósastaur, talsvert eignartjón og ekki slys á fólki.

Þann sama dag varð árekstur á Þuríðarbraut í Bolungarvík.  Þar skullu saman tvær bifreiðar og var um talsvert eignartjón að ræða.  Bifreiðarnar óökuhæfar eftir og ökumenn kenndu sér eymsla og fóru sjálfir á heilsugæsluna til skoðunar.  Öll þessi óhöpp má rekja til akstursskilyrða sem voru slæm og voru akstursskilyrði víða í umdæminu slæm þessa viku.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðann akstur innanbæjar á Ísafirði á Skutulsfjarðarbraut.  Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna ljósabúnaðar.  Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.

Aðfaranótt sunnudags 6 des. var tilkynnt um eld í veitingahúsinu Café Riis á Hólmavík, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Reyndist útkallið vera gabb, sem betur fer enginn eldur.

2 des. féll snjóflóð á Hnífsdalsveg og lokaði honum að hluta.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. desember 2009

Enn á að draga úr samgöngum í Árneshrepp.-Nú flugið.

Verður flogið einu sinni í viku í sumar á Gjögur?
Verður flogið einu sinni í viku í sumar á Gjögur?
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010 á að draga úr styrkjum til samgöngumála það er sérleyfum,ferjusiglingum og flugi.
Samkvæmt tillögu í fjárlagafrumvarpinu er flug til Gjögurs þar á meðal,að þangað yrði flogið einu sinni í viku frá júní til september,en tvisvar í viku frá janúar til maí eins og verið hefur.
Ef af þessu verður,verður fólk sem fer suður að stoppa í heila viku í stað þess að geta haft val um milli ferða mánudögum eða fimmtudögum.
Einnig hlýtur það að vera að póstur komi þá bara einu sinni í viku yfir sumarið.
Enn reyndar kemur fram að styrkir til Bíldudals,Gjögurs og Sauðárkróks séu enn til frekari skoðunar,og niðurstaða því ekki alveg ljós á þessum tímapunkti.
Það má sjá tillögurnar um fyrirhugaðar breytingar undir þessum tengli hér.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. desember 2009

Myndir frá hjólaklúbb í sumar.

Litla og Stóra-Ávík séð af Reykjaneshyrnu.
Litla og Stóra-Ávík séð af Reykjaneshyrnu.
1 af 14
Hjólaklúbbur Liðveldisins enn svo kalla þau sig sem voru á ferð í Árneshreppi í sumar.Það voru að vísu nokkrir til viðbótar í þessum hópi sem ekki voru með. Þegar hjólagarparnir komu í Árneshreppinn voru þau að koma frá því að dvelja í fjóra daga á Merkigili í Austurdal Skagafirði. Þar sem hún Mónika bjó með sjö dætrum sínum. Þar vorum við að hjóla og ganga.Þau segjast aðallega vera hlaupara en hjóla saman á sumrin.Þau hjóla mest á Íslandi en hafa farið út í heim og hjólað þar,á Spáni,Tyrklandi, Slóveníu og á Ítalíu.

 

Nöfn þeirra sem voru í Norðurfirðinum í gistingu hjá Gunnsteini Gíslasyni og frú Margréti Jónsdóttur voru Jóhann Kristjánsson, Kristín Andersen, Sigurjón Sigurbjörnsson, Jónína Kristín Ólafsdóttir, Stefán Örn Einarsson og Hafdís Reinaldsdóttir.

 

Þá var hjólað í tvo daga frá Norðurfirði.Þau byrjuðu á að hjóla út á Gjögur, þá komu þau við í Litlu-Ávík. Síðari daginn hjóluðum þau út í Ófeigsfjörð og hittu þar Pétur Guðmundsson. Þetta voru fínir dagar á Ströndum segir forsprakki hópsins Jóhann Kristjánsson.

 

Síðan óku þau sem leið liggur frá Norðurfirði í Dýrafjörð og tóku öll þátt í 24 km hlaupi sem kallað hefur verið Vesturgatan. Þá er hlaupið eftir illfærum vegi frá Arnarfirði yfir til Dýrafjarðar.

Jóhann hefur sent vefnum Litla-Hjalla 14 myndir frá þessu ferðalagi,bæði frá Merkigili í Skagafirði og héðan úr hreppnum.

Vefurinn þakkar þessu frábæra fólki fyrir. 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. desember 2009

Aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju.

Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson.
Hólmavíkurkirkja.Mynd Thorarinn Ólafsson.
Framundan er aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju, en það verður hins vegar ekki kvöld eins og áður hafði verið kynnt, vegna veðurútlits og veðurspár. Aðventukvöldið verður hins vegar haldið sunnudaginn 6. desember kl. 17:00 og verður þá mikið um dýrðir, því jafnframt stendur til að vígja nýja orgelið í Hólmavíkurkirkju. Söfnun fyrir orgelinu hefur staðið yfir undanfarið og var hún kynnt á súpufundi á Café Riis í hádeginu á fimmtudag.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Rafmagnslaust var um tíma í kvöld.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Rafmagnslaust er búið að vera frá því um kl 19:45 í kvöld í Árneshreppi og til kl 21:13.

Rafmagnslaust var á Drangsnesi,og er rafmagn komið þar á með díselvél og í Bjarnarfirði var rafmagn að komast á frá veitu.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík er bilun á milli Sandness og Drangsnes.

Ekki er víst að það verði kannað í kvöld.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Flutningarekstur KSH sameinuð Vörumiðlun ehf á Sauðárkróki.

Flutningabíll frá KSH.
Flutningabíll frá KSH.
Fréttatilkynning.
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Vörumiðlunar ehf. á Sauðárkróki um að Vörumiðlun ehf. taki við flutningarekstri kaupfélagsins. Viðræður gengu vel og náðist sátt um samninga á milli viðkomandi aðila í lok síðustu viku. Skrifað var undir samninga þann 27. nóvember síðastliðinn um að Vörumiðlun ehf. taki alfarið yfir allan flutningarekstur kaupfélagsins frá og með 1. desember 2009.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar eignaðist sína fyrstu bifreið árið 1942 og hefur verið með bílarekstur allar götur síðan eða í um 67 ár. Fyrst um sinn var einungis um akstur innan héraðs að ræða en eftir að félagið eignaðist sína fyrstu yfirbyggðu bifreið árið 1962 hófust reglulegar áætlunarferðir milli Hólmavíkur og Reykjavíkur. Þetta skref sem nú er tekið markar því tímamót í rekstri Kaupfélags Steingrímfjarðar.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Úr sal.Gestir.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
Vefumsjón