Litlihjalli mikið lesin í nóvember.
Gestir voru yfir 15.000 það er sem stöldruðu við og skoðuðu fréttir og annað,hefur verið þetta frá sjö til níu þúsund á mánuði.Innlit voru yfir sjöþúsund og fimmhundruð,sem rétt litu inn.En flettingar voru yfir fjörutíu þúsund og sexhundruð,þar sem flett er og skoðað vel og staldrað við.
Það má segja að óvenju mikið var skrifað á vefinn í nóvember,og einnig var sett inn ein stór myndasyrpa,frá afmæli Margrétar Jónsdóttur og einnig voru settar inn fleiri myndir sem vefnum voru sendar.Einnig voru mikil skrif um netsambandsleysið og því tengdu,fólk vildi greinilega fylgjast með því.
Síðan var Litli-Hjalli settur á Facebook í byrjun mánaðar.
Vefurinn þakkar lesendum sínum sem venjulega kærlega fyrir góðar móttökur.
Flugi aflíst á Gjögur.
Snjómokstur.
Það snjóaði talsvert um helgina,aðallega á föstudag og laugadag,og él voru í gær og í morgun.
Nokkuð hvasst er af Norðaustri 15 til 19 m/s.
Ekki er vitað um flug ennþá á Gjögur í dag hvort fært verði.
Ljósmyndavefur Kristbjargar Þ Ásgeirsdóttur.
Nú hefur verið settur inn hér undir tenglar ljósmyndavefir á ljósmyndavef Kristbjargar.
Kristbjörg er búin að vera búsett í Bandaríkjunum um þrjátíu ára skeið. Lengst af hefur hún búið í Bængor Maine. Hennar sérstaða er Abstrakt myndir. Hún er búin að vera forseti Listamannafélags Maineríkis um fjögurra ára skeið. Hún ætlar að hætta því starfi í Maí 2010. Kristbjörg er systurdóttir Gerðar Helgadóttur. Einnig er hún þremenningur við listamanninn Erró. Ásgeir Júlíusson og móðir Erró eru systkinabörn.
Síminn stækkaði netsambandið í gær,háhraðanetið til Árneshrepps.
Eins og fram hefur komið var einungis vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík af þeim sjö stöðum sem voru settar upp á Ströndum.
Og eins og fram hefur komið var sala í kringum Trékyllisvík vonum meiri enn reiknað var með og var stöðin á álagstímum ekki að anna álagi.
Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.
Og ennfremur segir Margrét að í verkefninu (um háhraðanetið)eru bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík,Kjörvog og Gjögursvæðið.Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.Ekki sé vitað nákvæmlega hvenær því líkur,sagði Margrét í lokin.
Vefurinn Litli-Hjalli getur staðfest það að netsamband hefur verið mjög gott í dag,og reyndar í allan gærdag.
Snerpa.ehf fagnar í dag 15 ára afmæli sínu.
Snerpa hannaði vefinn www.litlihjalli.it.is ásamt mörgum öðrum vefum og eru þetta allt frábærlega hannaðir vefir.
Litli-Hjalli vill nota tækifærið og óska fyrirtækinu,eigendum og starfsfólki til hamingju með þennan stóráfanga,og þakkar um leið fyrir frábær samskipti.
Vefur Snerpu er www.snerpa.is
Myndir frá Skúla Alexenderssyni
Skúli fæddist í Reykjafirði 9. september 1926, ólst upp hér í sveitinni og hefur ávallt haldið sterkum tengslum við Árneshrepp. Hann var alþingismaður 1979-1991 og æviágrip hans má lesa á vef Alþingis, með því að smella hér.
Litli-Hjalli þakkar Skúla kærlega fyrir myndirnar og hvetur fleiri lesendur til að senda ljósmyndir, gamlar eða nýjar, á póstfangið hrafnjokuls@hotmail.com.
Bændur taka inn féið.
Nú eru bændur að taka fullorðna féið inn smátt og smátt til að rýja það,en ærnar verða helst að vera þurrar þegar rúið er,og er féið haft úti sem ekki er hægt að rýja strax ef þurrt er og sett inn að kvöldi.
Þannig að nú fer allt fé að vera komið á gjöf.
Öll ull fer til Ístex sem hefur hækkað ullarverð til bænda að meðaltali um 8% eins og hefur komið fram hér á vefnum.
Félagsvist í kvöld.
Í kvöld kl 20:00 halda nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla félagsvist í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.
Þetta er í annað sinn sem nemendur og starfsfólk skólans halda félagsvist í haust.
Nemendur safna með þessu í ferðasjóð sinn,enn farið er í skólaferðalag einu sinni á vetri og jafnan oftar á skólaárinu.