Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009
Prenta
Fjör í Kaupfélaginu.
Nú eykst sala í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Norðurfirði nú fyrir jól,og er talsvert að gera að sögn Eddu Hafsteinsdóttur útibústjóra.
Þegar myndatökumaður Litla-Hjalla var þar á ferð í dag að setja á póstinn bréf og pakka voru menn frá RÚV þar á ferð,þeyr Gísli Einarsson fréttamaður og Jóhann Jónsson tæknimaður með viðtöl og myndatöku.
Áður voru þeyr búnir að vera í Finnbogastaðaskóla með viðtöl og myndatökur.
Síðan héldu þeyr til Drangsnes og verður þaðan bein útsending nú seinnipartinn hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða.