Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. desember 2009 Prenta

Styrktum flugferðum á Gjögur verður fækkað í eina ferð yfir sumarið.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar G.Pétur Matthíasson hefur nú svarað fyrirspurn fréttasíðunnar Litla-Hjalla um fækkun styrktra ferða á flugleiðinni Reykjavík-Gjögur-Gjögur-Reykjavík.
"Hann segir að sú ákvörðun hafi  verið tekin að styrktum ferðum verður fækkað um eina að sumri til þ.e.a.s. frá júní og út september eða í 4 mánuði. Áfram verða 2 ferðir á viku aðra mánuði ársins."
Það er að segja að styrktar flugferðir verða áfram frá október og til maí loka,mánuðina júní,júlí ágúst og september verða ekki styrktar nema ein ferð.
En flugfélaginu Ernir sem sér um flug til Gjögurs sé heimilt að fljúga tvær eða fleiri ferðir ef þeyr vilja.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Árneshrepp og er reiknað með að sveitarstjórn muni kvarta og senda Samgönguráðuneyti-Vegagerð um að þetta gangi ekki,því hvergi er talað um póstinn sem Ísandspóstur sendir í Árneshrepp tvisvar í viku,hvað þá með hann í þessa fjóra mánuði,á að senda hann landleiðina yfir sumarið frá Hólmavík,það er spurning sem þarf að fá svör við.
Áður var sveitarstjórn Árneshrepps búin að senda kvörtun til Samgönguráðuneytis þegar stóð til að hætta flugferðum alveg á Gjögur í fjóra mánuði yfir sumartímann.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
Vefumsjón