Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009
Prenta
Opnun móttökustöðvar Sorpsamlags Strandasýslu.
Á morgun laugardaginn 12. desember verður formleg opnun móttökustöðvar fyrir flokkaðan úrgang á Skeiði 3 á Hólmavík. Er það Sorpsamlag Strandasýslu sem mun sjá um rekstur stöðvarinnar og er ætlunin að opna einnig stöðvar á Drangsnesi, Borðeyri og Norðurfirði. Munu íbúar og fyrirtæki geta komið með endurvinnanlegan úrgang á móttökustöðina en opið verður til að byrja með á þriðjudögum milli kl. 15:00-17:00, fimmtudögum kl. 17:00-19:00 og annan laugardag í hverjum mánuði kl. 13:00-15:00. Hægt verður að koma með sléttan pappír, dagblöð, tímarit, bylgjupappa, plastfilmu glæra og litaða, hart plast s.s. skyrdósir, málma, timbur, hjólbarða, rafmagnstæki, gler og spilliefni án gjalds.