Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. nóvember 2009

AF GNÆGTABORÐI STRANDAMANNS.

Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Fréttatikynning.
Strandamenn fagna bættum samgöngum með samkomu á Ísafirði laugardaginn 7. nóvember 2009.

Sófus Magnússon fór í matarkisturnar og verður boðið upp á veisluföngin á kvöldskemmtun í Arnardal

Á hlaðborði: Verður að m.a. Siginn fiskur m/mörfloti,selkjöt 2-3 teg og spik, hrefnukjöt, sviðalappir, reyktur rauðmagi, ekta plokkfiskur, hrossakjöt, vélindu, hörpuskel, kræklingur, ábrestir, lambakjöt og allskonar meðlæti

Þorsteinn Þráinsson matreiðslumeistari og Anna Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Arnardal munu sjá um eldamennskuna.

Karlakórinn Ernir syngur, spurningakeppnir, góð  verðlaun, söngur, gamansögur o.fl.
Stórsveit Samma Rakara leikur fyrir dansi á milli klukkan 23-02

Veislustjóri Úlfar Ágústsson

Verð Kr: 4.900.-
Allir Strandamenn og vinir þeirra velkomnir

Panta þarf sæti fyrir fimmtudagskvöld 5/11.
Sófus sími 893-8355

Úlfar 864-0319

Netfang. ulfar@isafjordur.info.


Sama dag verður boðið upp á kynnisferð um þjónustustofnanir í Ísafjarðarbæ:

Vestrahúsið með Háskólasetri, Fræðsluniðstöð, Atvinnuþróunarfélagið, Teiknistofuna Eik ásamt mörgum öðrum. Edinborg menningarmiðstöð. Nýji grunnskólinn. Gamla sjúkrahúsið(safnahúsið) og e.t.v. fleiri staði.

Leiðsögumaður: Sigurður Pétursson sagnfræðingur(dóttursonur Hjartar Sturlaugssonar í Fagrahvammi). Hressing einhverstaðar á leiðinni.

Nauðsynlegt er að bóka sig í skoðunarferðina.

ÁTTHAGAFÉLAG STRANDAMANNA.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Október 2009.

Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
1 af 2
Veðrið í Október 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var frekar umhleypingasamur og vindasamur í heild.Fremur svalt fyrstu 8 daga mánaðar síðan hlýrra fram yfir miðjan mánuð.Síðan kólnaði aftur um 18,með rigningu og slyddu eða snjókomu,aftur nokkuð hlýrra síðust daga mánaðar.

Þrjú hret gerði í mánuðinum.

Austan hvassviðri var um tíma þ.2 og Austan hvassviðri eða stormur þ.9 og fram á10 með stormkviðum.

Suðvestan hvassviðri og stormur með stormkviðum hluta úr dögunum 14,15 og 16.

Ekki er vitað um alvarleg tjón í þessum hvassviðrum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. október 2009

Háhraðanet Simans tengt í Árneshreppi.

Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
Loftnet sett upp í Litlu-Ávík.
1 af 2
Innternet Simans tengt í Árneshreppi.

Nú í vikunni sem er að líða hafa menn frá Símanum verið að tengja háhraðanetið á bæjum og stofnunum í Árneshreppi.

Sett eru loftnet utaná húsin og síðan kemur tengikassi inná veggi í húsunum,þaðan er þráðlaust samband í tölvu enn ef langt er í tölvu þarf að leggja kapal frá kassanum í viðkomandi tölvu.

Um tvo möguleika er að ræða í gagnamagni og hraða er að ræða.

Það er Grunnáskrift með hraða allt að 1 Mb/s og Gagnamagni 1 GB.

Síðan er leið eitt með hraða allt að 2 Mb/s og Gagnamagni 10 GB,sem flestir taka.

Ekki verður um meiri hraða eða gagnamagn um að ræða hér að sinni,en Síminn er með þrjá aðra pakka það er leið 2.3.og 4 sem eru ekki í boði hér ennþá.
Enn er Djúpavík og Kjörvogur eftir að fá háhraðatengingu.
Fólk getur notað 3.G netlykla líka ef það vill til dæmis fyrir fartölvur,sem er ósköp þægilegt ef farið er í ferðalög.
Nú er bara að sjá hvernig þetta reynist,enn þetta á að vera stöðugra samband en á 3.G netlyklum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. október 2009

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 2009.

Gjögur-Reykjarfjarðarkambur.Mynd Rúnar S.
Gjögur-Reykjarfjarðarkambur.Mynd Rúnar S.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 1.nóvember 2009 kl.14:00 í Bræðraminni Kiwanishúsinu Engjateigi 11 Reykjavík.
Dagskrá:

1.      Venjuleg aðalfundarstörf

2.      Önnur mál

 Á fundinn kemur Ingibjörg Valgeirsdóttir, frá Árnesi og segir frá uppbyggingu

sinni á ferðaþjónustunni í Árneshreppi.

Að venju verða sýndar myndir.

Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar- verð aðeins 1500 kr.

                                                                                

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. október 2009

8% ullarverðshækkun til bænda.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
BBL.is
Skrifað var undir nýtt samkomulag um ullarviðskipti í dag.  Samkvæmt því hækkar verð ullar til bænda um 8% frá og með 1. nóvember nk.  Rekstur Ístex hefur gengið vel á því ári sem nú er að líða (uppgjörsár þess er frá 1. nóv-31. okt) og fyrirtækið fjórfaldar hlut sinn í ullarverðinu á milli ára.  Það breytti þó forsendum að miklu meira magn ullar barst til Ístex á liðnum vetri heldur en fyrri samningur gerði ráð fyrir eða 717 tonn í stað 640.  Þar sem greiðslur vegna ullarnýtingar í sauðfjársamningi eru föst fjárhæð en ekki magntengd, hefur það áhrif á verðlagninguna nú.

Verð einstakra flokka verða sem hér segir:
Miðað er við verð pr. kíló af hreinni ull.

Lambsull: 648 kr./kg
H-1: 588 kr./kg
H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 527 kr./kg
M-2: 46 kr./kg

Matsgjald til bænda verður 22 kr./kg

Greiðslum til bænda verður flýtt frá því sem var í fyrra samningi og fyrirkomulag þeirra er eftirfarandi:
Fyrri greiðsla - 70% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er í nóvember 2009 verði greidd 31. janúar 2010.
Ull sem skráð er í desember 2009 og janúar 2010 verði greidd 28. febrúar 2010.
Eftir þann tíma verði greitt í lok næsta mánaðar eftir skráningarmánuð.

Seinni greiðsla - 30% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2010 verði greidd að fullu fyrir 1. september 2010.
Frá þessu er sagt á www.bbl.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. október 2009

Síðasta ferð Strandafraktar.

Nokkuð af timbri fór suður með bílnum frá Litlu-Ávík.
Nokkuð af timbri fór suður með bílnum frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.

Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.
Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.

Nokkuð af vörum kom með bílnum í dag,einnig var nokkur flutningur til baka suður eins og talsvert af timbri frá Litlu-Ávík.

Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur.
Strandafrakt hefur alltaf sótt ullina til bænda í desember og verður svo í ár ef fært verður.

| miðvikudagurinn 28. október 2009

Þúsund krefjast snjómoksturs -- jákvæð viðbrögð ráðamanna

Séð yfir Trékyllisvík og Reykjanes í vetrarbúningi.
Séð yfir Trékyllisvík og Reykjanes í vetrarbúningi.
1 af 3

Um eitt þúsund manns hafa lýst yfir stuðningi við snjómokstur í Árneshrepp á samskiptasíðunni Facebook, þegar þetta er skrifað, og fjölgar óðum í hópnum. Fjölmiðlar hafa sýnt málinu vaxandi áhuga á síðustu dögum, og það var tekið upp á þingi í síðustu viku að frumkvæði Ásmundar Daðasonar, þingmanns VG í kjördæminu.

Einsog staðan er nú, mun snjómokstur einfaldlega leggjast af eftir 1. nóvember og Árneshreppur yrði þá eina sveitarfélagið á Íslandi án þess þjónustu. Íbúar yrðu alfarið að reiða sig á flugsamgöngur við Gjögur, en ljóst að ýmiskonar þjónusta legðist af, m.a. læknisheimsóknir og sorphirða. Þá yrði loku skotið fyrir hverskonar ferðaþjónustu og íbúar í Djúpavík í raun lokaðir inni, bæði til norðurs og suðurs.

Mikill stuðningur hefur komið fram við málstað Árneshrepps og ljóst að margir láta sér umhugað um velferð fámennasta sveitarfélags landsins.

Sá sem þetta ritar hefur að undanförnu staðið í bréfaskiptum við þingmenn kjördæmisins, samgönguráðherra og fleiri. Víðtækur skilningur er á mikilvægi málsins og full ástæða til að ætla að það leysist farsællega á næstu dögum.

En tíminn er skammur: Eftir 1. nóvember eru í raun engar reglur í gildi og því er um að gera fyrir  sem flesta vini og velunnara Árneshrepps að skrá sig á stuðningssíðuna á Facebook, með því að smella hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. október 2009

Stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Hótel Djúpavík.
Hótel Djúpavík.
Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %.

Á allra næstu vikum og mánuðum munu Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið með fundunum er að virkja hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að leggja sitt af mörkum í að meta stöðu ! ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009

Þrír ráðgjafar um raforkuöryggi skipaðir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Skipaður hefur verið 3.ja manna ráðgjafahópur sem á að fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum, þá Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði og Þorleifur Pálsson framkvæmdastjói Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Iðnaðarráðherra hefur falið hópnum að leggja einnig mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu fjórðungsins með tilliti til atvinnuuppbyggingar á orkufrekum iðnaði.

Samkvæmt skipuninni á hópurinn að hafa samráð við sveitafélög á Vestfjörðum og skila greinagerð til ráðherra fyrir næstu áramót.
Þetta kom fram í fréttum RÚV vest í dag.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009

Sjö svæði sóknaráætlana.

Landinu skipt í sjö svæði.
Landinu skipt í sjö svæði.
Á næstu mánuðum verða mótaðar sóknaráætlanir í öllum landshlutum samkvæmt nýrri skiptingu landsins í sjö svæði sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Heimamenn á hverju svæði um sig og fjöldi hagsmunaaðila, stofnana og ráðueyta munu koma að verkinu undir forystu landshlutasamtaka og stýrihóps Sóknaráætlunar sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins m.a. með þátttöku fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjá nánar

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Húsið fellt.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
Vefumsjón