Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. nóvember 2009

Ráðstefna - Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða.

Vinnuþingið verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.
Vinnuþingið verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.
Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða verður haldið 16. og 17. nóvember n.k. á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.

Á vinnuþinginu munu Vatnavinir kynna frumlegar hugmyndir og skissur af baðstöðum Vatnavina Vestfjarða sem og annað frumkvöðlastarf og ýmsar pælingar. Þarna mætir breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og sérfræðingar tengdir heilbrigðum lífsstíl.

Ráðstefnan er opin öllum og við hvetjum hagsmunaaðila til að mæta, en eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok fimmtudagsins 12. nóv.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt eins og sjá má. Ítarlegri útgáfu dagskrárinnar má sjá sem viðhengi hér.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009

Bíll í eigu Ísafjarðahafna er fundinn.

Bíllinn fannst í Súðavík.
Bíllinn fannst í Súðavík.
Rauður sendibíl í eigu Ísafjarðarhafnar sem var stolið fannst í gær í Súðavík. Bíllinn virtist vera óskemmdur að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Bílnum var stolið á Ísafirði sl. fimmtudag. Þrátt fyrir eftirgrennslan á Ísafirði og í nágrenni fannst bíllinn ekki fyrr en í gær.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009

Viðhorfskönnun um Menningarráð Vestfjarða.

Frá styrkúthlutun Menningarráðs í Edinborgarhúsinu á Ísafirði vorið 2009.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá styrkúthlutun Menningarráðs í Edinborgarhúsinu á Ísafirði vorið 2009.Mynd Ágúst G Atlason.
Háskólasetur Vestfjarða hefur tekið að sér að vinna úttekt á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða. Könnunin hér að neðan er liður í þessari úttekt, hún er einkum ætluð þeim sem koma beint að menningarmálum á Vestfjörðum, en er einnig opin öllum þeim sem hafa áhuga á vestfirskum menningarmálum.
Könnunin verður aðgengileg frá mánudeginum 9. nóvember og lýkur á miðnætti sunnudaginn 15. nóvember.
Smellið hér til að opna könnunina.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2 nov. til 9 nov.2009.

Sendibifreiðar er leitað sem stolið var,og er merkt hafnir Ísafjarðarbæjar.
Sendibifreiðar er leitað sem stolið var,og er merkt hafnir Ísafjarðarbæjar.

Í s.l. viku barst engin tilkynning til lögreglu um umferðaróhöpp í umdæminu og hefur það ekki gerst í þó nokkurn tíma og er það ánægjuleg þróun ef það héldi áfram.

Fimmtudaginn 5 nov. var sendiferðabifreið í eigu Ísafjarðarhafnar stolið á Ísafirði og þrátt fyrir eftirgrennslan á Ísafirði og nágreni hefur bifreiðin ekki fundist.  þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um bifreið þessa, sem er rauð lítil sendiferðarbifreið, merkt hafnir Ísafjarðarbæjar, eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði, sími 450-3730

Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu fyrir of hraðann akstur .Fjórir voru stöðvaðir á Ísafirði og nágrenni og tíu í nágrenni við Hólmavík.  Þá var rætt við nokkra ökumenn vegna ljósabúnaðar og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að gæta að ljósabúnaði ökutækja sinna og hafa búnaðinn í lagi.  Nú fer sá tími í hönd að birtu tíminn er alltaf að styttast og því mjög brýnt að þessir hlutir séu í lagi.  Lögreglan mun fylgjast með þessum hlutum og stöðva menn ef þess gerist þörf á næstunni.

Talsverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum af rjúpnaskyttum.  Lögreglan hefur kannað með réttindi og leyfi manna og vill benda á að skotveiðimenn hafi með sér þau leyfi og viðeigandi skírteini þegar menn fara til rjúpna og afli sér þeirra leyfa sem þeir þurfa, til að vera á þeim veiðisvæðum sem þeir ætla á.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2009

Lúðrasveitarheimsókn í Vesturbyggð.

Lúðrasveitin.Mynd Magnús Ó Hansson.
Lúðrasveitin.Mynd Magnús Ó Hansson.

Það var gríðarlega mögnuð sveit tónlistarfólks frá Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sem flutti íbúum suðursvæðis Vestfjarða tónlist í Skjaldborgarbíói á sunnudaginn var. Stjórnandinn Kári Húnfjörð kynnti þetta frábæra listafólk og sagði jafnframt að þau vissu eftir sína dvöl hér hvar Patreksfjörður væri, þau ættu örugglega eftir að koma aftur í heimsókn.

Í ræðu Elzbietu Kowalczyk skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar kom fram að með svona heimsókn eins og þessari væri það einlægur ásetningur að efla enn frekara skólavinasamband sem er vissulega áfangi að frekari eflingu tónlistarlífs hér á suðursvæði Vestfjarða.

Það er staðreynd að tónlistin og söngurinn eflir sálina

Svona heimsókn kostar mikla undirbúningsvinnu heimamanna. Tónlistarskóli Vesturbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi þessarar heimsóknar með einum eða öðrum hætti. Þó vildi Elzbieta sérstaklega þakka Sparisjóðnum á Patreksfirði, verslununum Albínu, Fjölval og Grillskálanum,Kristni Þór Egilssyni, Hauki Má Sigurðarsyni, Magnúsi Ólafs Hanssyni, að ógleymdum Lionsklúbbi Patreksfjarðar fyrir þeirra þátt.

Í lok tónleikanna þakkaði bæjarstjóri Vesturbyggðar Ragnar Jörundsson gestum fyrir komuna. Hann sagðist reyndar orðlaus eftir slíkan listviðburð. Hann taldi að svona heimsókn mundi örugglega efla tónlistarslífið á svæðinu.

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2009

Sala háhraðanettenginga hafin víða á Vestfjörðum.

Frá uppsetningu á 3.G Örbylgjuloftneti í Árneshreppi.
Frá uppsetningu á 3.G Örbylgjuloftneti í Árneshreppi.

Fréttatilkynning.
Sala háhraðanettenginga hefst mánudaginn 9. nóvember n.k. til 175 staða í Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp og hluta Dalabyggðar

Nánar tiltekið þá er um að ræða staði á eftirfarandi svæði:

  1. Allir staðir á lista sjóðsins í: Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp og Reykhólahrepp.
  2. Staðir sem tengjast símalínum frá Leysingjastöðum og Máskeldu í Dalabyggð.
  3. Staðir í Strandabyggð vestan Steingrímsfjarðarheiðar.

Auk símstöðvanna á Leysingjastöðum  og Máskekeldu verður settur upp ADSL búnaður í símstöðina  í Króksfjarðarnesi. Auk þess verða víða settir upp 3G sendar á þessu svæði.

Auk ofangreinds er sala hafin til 725 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi, Langanesbyggð, Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á  vefnum:  www.fjarskiptasjodur.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. nóvember 2009

Eyrarrósin 2010 umsóknarfrestur til 16 Nóvember.

Umsóknarfrestur rennur út 16 nóvember 2009.
Umsóknarfrestur rennur út 16 nóvember 2009.
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Nýverið var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2010 og er umsóknarfrestur til og með 16. nóvember 2009.Smelltu hér til að opna auglýsinguna. 


Eyrarrósin var fyrst afhent árið 2005 og féll hún þá í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Aðrir sem hlotið hafa Eyrarrósina eru Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, Strandagaldur á Hólmavík, hin ísfirska Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður og Landnámssetrið í Borgarnesi.

Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Fjögurra manna nefnd, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.

Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð á landsbyggðinni og eru allir sem falla undir þá flokka hvattir til að sækja um. Þrjú verkefni eru valin úr hópi umsækjenda og þau kynnt sérstaklega, en eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.

Upphaf Eyrarrósarinnar má rekja til þess að vorið 2004 gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni og stofnuðu við það tilefni til Eyrarrósarinnar. Í febrúar á þessu ári undirrituðu aðstandendur Eyrarrósarinnar samning um áframhaldandi samstarf til næstu þriggja ára.

Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og er viðurkenningin afhent á Bessastöðum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2009

Litlihjalli it.is komin á Facebook.

Forsíðumynd Litlahjalla.Reykjaneshyrna og Litla og Stóru-Ávíkur.
Forsíðumynd Litlahjalla.Reykjaneshyrna og Litla og Stóru-Ávíkur.
Nú hefur fréttasíðan www.litlihjalli.it.is verið sett á Facebook.Þar verður settar inn helstu fréttir úr Árneshreppi.
Vefstjóri vonar að lesendum líki þetta framtak.
Einnig geta lesendur  sett sjálfir inn fréttir af síðunni á Facbook,því undir hverri frétt þegar smellt er á viðkomandi frétt er hlekkur sem merktur er Deila á Facebook.
Vefstjóri Litlahjalla vill í leiðinni þakka fyrir frábærann móttökur síðunnar gegnum árin og vonar að svo verði áfram.
Hér er hlekkur beint á Litlahjalla á Facbook.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2009

Háhraðanet Símans úti.

3.G örbylgjuloftnet sett upp í Litlu-Ávík.
3.G örbylgjuloftnet sett upp í Litlu-Ávík.
Í síðustu viku október tengdi Síminn inn nýtt kerfi svonefnt Háhraðanet eða 3.G Örbylgjusamand sem hefur virkað mjög misjafnlega svo ekki sé meira sagt,en bráðabrigða kerfið 3.G netlykill sem Síminn bauð uppá í millitíðinni virkar all sæmilega og oftast betur en þetta nýja kerfi þegar það er í lagi.

Svo seinnipart fimmtudagsins 5 nóvember datt þetta fína háhraðanet Símans alveg út,nú í morgun komst samband aftur á 3.G örbylgjukerfið,þegar tæknideild Símans var í símasambandi við vefstjóra Litlahjalla og var að prufa og kanna hvað væri að.

Eingin lausn er komin enn,enn Síminn mun prufa kerfið í dag og eftir helgi og finna lausn á vandamálinu,það er 3.G Örbylgjusambandinu fyrir Árneshrepp.

Vefritari Litlahjalla hefur nú hvartað yfir þessari þjónustu Símans við Fjarskiptasjóð.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Næst Árneshreppi er fundur í Bjarkarlundi næstkomandi laugardag 7 nóv.
Næst Árneshreppi er fundur í Bjarkarlundi næstkomandi laugardag 7 nóv.
Eftir mikla aukningu í komu ferðamanna sl. ár stendur ferðaþjónustan á Vestfjörðum nú á tímamótun. Því er nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að staldra við, meta árangur síðustu ára og setja sér traust markmið fyrir framtíðina. Hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) því ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Með öflugri ferðaþjónustu með skýra framtíðarsýn eflum við efnahag og samfélagið á Vestfjörðum til framtíðar.   Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %.
Meira

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Litla-Ávík.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón