Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. nóvember 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2 nov. til 9 nov.2009.

Sendibifreiðar er leitað sem stolið var,og er merkt hafnir Ísafjarðarbæjar.
Sendibifreiðar er leitað sem stolið var,og er merkt hafnir Ísafjarðarbæjar.

Í s.l. viku barst engin tilkynning til lögreglu um umferðaróhöpp í umdæminu og hefur það ekki gerst í þó nokkurn tíma og er það ánægjuleg þróun ef það héldi áfram.

Fimmtudaginn 5 nov. var sendiferðabifreið í eigu Ísafjarðarhafnar stolið á Ísafirði og þrátt fyrir eftirgrennslan á Ísafirði og nágreni hefur bifreiðin ekki fundist.  þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um bifreið þessa, sem er rauð lítil sendiferðarbifreið, merkt hafnir Ísafjarðarbæjar, eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði, sími 450-3730

Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu fyrir of hraðann akstur .Fjórir voru stöðvaðir á Ísafirði og nágrenni og tíu í nágrenni við Hólmavík.  Þá var rætt við nokkra ökumenn vegna ljósabúnaðar og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að gæta að ljósabúnaði ökutækja sinna og hafa búnaðinn í lagi.  Nú fer sá tími í hönd að birtu tíminn er alltaf að styttast og því mjög brýnt að þessir hlutir séu í lagi.  Lögreglan mun fylgjast með þessum hlutum og stöðva menn ef þess gerist þörf á næstunni.

Talsverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum af rjúpnaskyttum.  Lögreglan hefur kannað með réttindi og leyfi manna og vill benda á að skotveiðimenn hafi með sér þau leyfi og viðeigandi skírteini þegar menn fara til rjúpna og afli sér þeirra leyfa sem þeir þurfa, til að vera á þeim veiðisvæðum sem þeir ætla á.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
Vefumsjón