Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. október 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 19 október til 26 október 2009.

Nokkur skemdarverk voru unnin í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.
Nokkur skemdarverk voru unnin í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.

Í s.l. viku fimm ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu, tveir stöðvaðir í nágrenni Ísafjaðar og þrír í nágrenni við Hólmavík.  Sá sem hraðast ók, ók á 115 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er  90 km/klst.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, tvö minniháttar óhöpp á Ísafirði, ekki slys á fólki og einn útafakstur á Holtavörðuheiði, þar var eignartjón og ekki slys á fólki.

Þá eru menn enn að aka á búfé og var tilkynnt um eitt slík tilfelli á Barðaströnd og enn og aftur vill lögregla brýna fyrir vegfarendum að gæta varúðar þegar menn verða varir við búfé nálægt vegi.

Miðvikudaginn 21 okt var kærður þjófnaður á kerru frá Húsasmiðjunni á Ísafirði, mun þjófnaðurinn hafa átt sér stað fyrir ca. þrem vikur síðan.  Þá var á sunnudag 25 okt tilkynnt um þjófnað úr bifreið í Bolungarvík, þar var stolið hljómflutningstækjum.  Báðir þessir þjófnaðir eru  óupplýstir.

Þá var tilkynnt um nokkur tilvik skemmdarverka m.a. rúðubrot og skemmdir á bílum.

Í vikunni var tilkynnt um að búið væri að kveikja í skúr við sundlaugina í Reykjafirði/Arnarfirði og væri skúrinn brunninn til ösku.  Ekki er vitað hver þar hafi verið að verki, en hugsanlega hefur verið kveikt í skúrnum í vikunni áður.  Umræddur skúr var notaður sem búningsaðstaða fyrir baðgesti.  Ef einhver gæti gefið upplýsingar um hver hafi þarna verið að verki þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 450-3730/450-3744

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Dregið upp.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
Vefumsjón