Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. nóvember 2009
Prenta
Litlahjalla vel tekið á Facebook.
Nú í dag er aðeins rúm vika síðan að vefsíðan Litlihjalli fór inn á Facebook og aðdáendur orðnir 435,þetta er meyra en ótrúlegt að þessi litli sveitavefur hafi svo marga aðdáendur þar og lesendur jafnframt.
Lesendur Litlahjalla eru nú orðnir yfir hundrað þúsund og innlit um tæp hundrað og fjögur þúsund,flettingar komnar yfir fjögurhundruð og þrettán þúsund,eftir að ný og endurbætt síða var sett upp 30 maí 2008.
Flestar fréttir vefsins eru úr Árneshreppi og honum tengdar,einnig koma allskonar fréttatilkynningar sem eru Árneshreppi tengdar eða Vestfjörðum sem vefurinn fær sendar í gegnum fréttatilkynningar sem vefurinn er áskrifandi að.
Vefurinn þakkar ykkur kæru lesendur og vonar að þið verðið lesendur og aðdáendur um langa framtíð.