Fleiri fréttir

| miðvikudagurinn 11. nóvember 2009 Prenta

Skorað á samgönguráðherra að notast við þekkingu og reynslu heimamanna til að tryggja snjómokstur

Kristján Möller samgönguráðherra, allur af vilja gerður til að leysa mál Árneshrepps.
Kristján Möller samgönguráðherra, allur af vilja gerður til að leysa mál Árneshrepps.
Félag Árneshreppsbúa hefur sent Kristjáni Möller samgönguráðherra skorinort bréf, þar sem skorað er á ráðherrann að koma í veg fyrir að snjómokstri verði hætt í Árneshrepp. Bréf félagsins er svohljóðandi:

 

Félag Árneshreppsbúa skorar á samgönguráðherra og Vegagerð ríkisins að leggja ekki af snjómokstur í Árneshreppi á Ströndum.


Brýnt er að halda veginum opnum eins og verið hefur undanfarin ár. Nauðsynlegt er að  læknir komist í sjúkravitjanir til afskekktustu sveitar landsins svo dæmi sé tekið.


Íbúar Árneshrepps verða að geta rekið erindi sín út fyrir hreppinn þegar fært er eftir snjómokstur. Hafi þeir ekki þann kost verða þeir að reiða sig alfarið á flugsamgöngur, eitt sveitarfélaga á Íslandi og er það óviðunandi kostur.


Ljóst er að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Sérstaklega ef notast er við sérþekkingu og reynslu heimamanna af snjómokstri á þessari leið.


Framtíð Árneshrepps kann hins vegar að vera í húfi nú þegar langþráð fólksfjölgun hefur loksins orðið í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins.


Með því að láta veginn lokast væri horfið áratugi aftur í tímann.


Er það von félagsins að hæg sé að halda veginum opnum eins og kostur er öllum til hagsbóta.

Því er við að bæta að nú hafa um 3000 manns gerst stuðningsaðilar málsins á Facebook, sem sýnir glöggt hve Árneshreppur stendur hjarta margra nærri.

Kristján Möller samgönguráðherra hefur lýst yfir vilja til að leysa málið í samvinnu við heimamenn og er vonandi tíðinda að vænta á næstu dögum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
Vefumsjón