Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009 Prenta

Vinna við styrkumsóknir í fullum gangi.

Styrkúthlutun í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í vor.Mynd Ágúst G Atlason.
Styrkúthlutun í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í vor.Mynd Ágúst G Atlason.
Stjórn Menningarráðs Vestfjarða vinnur nú við að fara yfir og afgreiða styrkumsóknir sem bárust vegna seinni úthlutunar ráðsins á árinu 2009. Alls bárust 89 umsóknir um styrki að þessu sinni, jafn margar og við fyrri úthlutun ársins í vor. Beðið er um framlög að upphæð tæplega 75 milljónir til fjölbreyttra menningarverkefna, en heildarsamtala í fjárhagsáætlunum verkefnanna hljóðar upp á 436 milljónir. Það er því ljóst að það er mikill hugur í Vestfirðingum á menningarsviðinu og mörg verkefnin býsna viðamikil, þó auðvitað séu þau af öllum stærðum og gerðum. Til ráðstöfunar er 18,5 milljónir að þessu sinni.  

Úthlutun vilyrða fyrir styrkjum fer fram nálægt næstu mánaðarmótum, en þeir eru síðan að venju greiddir út í samræmi við framvindu verkefna. Menningarráð Vestfjarða styrkir aldrei verkefni um meira en 50% af fjárhagsáætlun eða kostnaðaryfirliti að verki loknu, þannig að áhrifin af styrkjunum eiga að vera mun meiri en upphæð þeirra segir til um. Frá upphafi hefur Menningarráðið lagt sérstaka áherslu á að stuðla að nýsköpun, gæðaþróun, samvinnu og fjölgun skapandi starfa í menningargeiranum á Vestfjörðum. Formaður Menningarráðs Vestfjarða er nú Leifur Ragnar Jónsson á Patrekfirði, en Gerður Eðvarsdóttir á Ísafirði er varaformaður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
Vefumsjón