Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. nóvember 2009
Prenta
Ljósmyndavefur Kristbjargar Þ Ásgeirsdóttur.
Nú hefur verið settur inn hér undir tenglar ljósmyndavefir á ljósmyndavef Kristbjargar.
Kristbjörg er búin að vera búsett í Bandaríkjunum um þrjátíu ára skeið. Lengst af hefur hún búið í Bængor Maine. Hennar sérstaða er Abstrakt myndir. Hún er búin að vera forseti Listamannafélags Maineríkis um fjögurra ára skeið. Hún ætlar að hætta því starfi í Maí 2010. Kristbjörg er systurdóttir Gerðar Helgadóttur. Einnig er hún þremenningur við listamanninn Erró. Ásgeir Júlíusson og móðir Erró eru systkinabörn.