Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2009
Prenta
Snerpa.ehf fagnar í dag 15 ára afmæli sínu.
Þann 25 nóvember voru komin 15 ár síðan Snerpa ehf hóf starfsemi á Ísafirði. Í tilefni þess var starfsmönnum boðið upp á rjómatertu og heitann rétt í kaffinu. Er þetta aðeins byrjunin á fagnaðarlátunum, en í dag föstudaginn 27 nóvember mun verða smá húllum hæ hjá þeim að Mánagötu 6 á milli kl 15:00 og 17:00. Verður boðið upp á pylsur frá hinum margrómaða pyslusala, Hermanni Grétari Jónssyni, en hann mun mæta með heilann pylsuvagn fyrir utan húsnæði Snerpu að Mánagötu 6 og gefa gestum Snerpu pylsu að eigin vali. Einnig verður opið hús hjá þeim í Snerpu og verður þar hægt að skoða húsakynnin og starfsemina nánar.
Snerpa hannaði vefinn www.litlihjalli.it.is ásamt mörgum öðrum vefum og eru þetta allt frábærlega hannaðir vefir.
Litli-Hjalli vill nota tækifærið og óska fyrirtækinu,eigendum og starfsfólki til hamingju með þennan stóráfanga,og þakkar um leið fyrir frábær samskipti.
Vefur Snerpu er www.snerpa.is
Snerpa hannaði vefinn www.litlihjalli.it.is ásamt mörgum öðrum vefum og eru þetta allt frábærlega hannaðir vefir.
Litli-Hjalli vill nota tækifærið og óska fyrirtækinu,eigendum og starfsfólki til hamingju með þennan stóráfanga,og þakkar um leið fyrir frábær samskipti.
Vefur Snerpu er www.snerpa.is