Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. desember 2009
Prenta
Öll póstnúmer verða 524 Árneshreppur.
Eftirfarandi breytingar voru gerðar á póstnúmerakerfi Póstsins þann 1. desember 2009
Póstnúmer 522 og 523 breytast í 524 Árneshreppur.
Póstnúmer 522-523 voru lögð niður. Hér eftir verður notað póstnúmerið 524. Jafnframt breytist póstáritun í 524 Árneshreppur (var áður 524 Norðurfjörður). Þar með eru öll heimili í Árneshreppi með sama póstnúmer.
Þetta er vegna þess að póststöðvarnar 522 Kjörvogur og 523 Bær voru lögð niður 1 september í haust.
Breytingar þessar hafa verið tilkynntar Þjóðskrár og eiga íbúar ekki að verða varir við neinar breytingar varðandi póstdreifingu.Íbúar eru hins vegar hvattir til að láta sendendur vita af þessari breytingu.