Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. janúar 2010 Prenta

Hækkun á verðskrám Orkubús Vestfjarða frá 1.janúar 2010.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is

Þann 7. desember 2009 ákvað stjórn OV að hækka verðskrár fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2010 sem hér segir:

 

Verðskrá fyrir raforkudreifingu.

Verðskrá fyrir raforkudreifingu hækkar að jafnaði um 10%. Tengigjöld eru óbreytt að sinni.

 

Hækkun þessi er m.a. rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síðustu breytingu verðskrárinnar 1/3 2009. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,4% síðustu 10 mánuði. Ennfremur er vísað til 10% hækkunar á flutningsgjaldskrá Landsnets 1/8 s.l. en sú hækkun kallar á rúmlega 3% hækkun á dreifigjaldskrám OV til að mæta útgjöldum af þeim sökum. Einnig er bent á að tekjur OV af raforkudreifingu hafa alla tíð verið vel undir leyfilegum tekjumörkum en með þessari hækkun færist OV örlítið nær tekjumörkunum.

Orkustofnun hefur samþykkt hina nýju verðskrá.

 

Verðskrá fyrir rafmagnssölu.

Verðskrá fyrir rafmagnssölu hækkar að jafnaði um 6%.

Hækkun þessi er rökstudd með vísan til boðaðrar hækkunar Landsvirkjunar  um 4,4% 1/1 2010 og verðlagshækkana seinni hluta árs 2009.

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Mjólkárvirkjun og af þeim sökum er lögð til ívið meiri hækkun en verðlagsforsendur gefa tilefni til. Þrátt fyrir þessa hækkun er OV með lægra auglýst verð en Orkusalan og HS-Orka
Verðskrá Orkubús Vestfjarða má sjá á vef þeyrra www.ov.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
Vefumsjón