Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. janúar 2010 Prenta

Ísinn komin enn nær landi við Strandir.

Ískort kl-22:27.
Ískort kl-22:27.
1 af 2
Landhelgisgæslu Íslands bárust eftirfarandi upplýsingar frá skipi kl 11:15 í dag:
Hafísrönd  liggur frá stað um 2 sml. Norður af Óðinsboða að stað um 3,5 sml ASA frá Horni, ( staður 66.26n 021.16v). Þaðan liggur ísröndin til NNA eins og séð verður. Stakir jakar vestan við ísröndina.

Tvær spangir ná til lands á svæðinu frá Óðinsboða, önnur útaf Smiðjuvík, staðir:  66.23n 021.59v og 66.25n 022.11v. Stakir jakar og dreifar sunnan og vestan við þessa línu.
Skipstjóri mælir ekki með ferðum skipa eða báta um svæðið nema í björtu.
Einnig er hafísfrétt frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá því kl 14:30.
Frekar lítill hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A af Selskeri,sést illa nema í nokkurri hæð frá sjó.
Síðan er hér mynd frá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands,frá því kl-22:27 í kvöld,þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hefur sett inn ísjaðarinn og staka jakann út af Reykjaneshyrnunni sem gefin var upp frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Myndin skýrir sig sjálf.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Pétur og Össur.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Síðasti veggurinn feldur.
Vefumsjón