Fleiri fréttir

| föstudagurinn 15. janúar 2010 Prenta

Það var stelpa!

Ingvar og Elísa með Kára (með hattinn) og Þóreyju. Með þeim á myndinni er Skúli Björn Ásgeirsson, verðandi stórbóndi.
Ingvar og Elísa með Kára (með hattinn) og Þóreyju. Með þeim á myndinni er Skúli Björn Ásgeirsson, verðandi stórbóndi.
Klukkan hálfeitt í dag kom ný Strandastelpa í heiminn, dóttir Ingvars Bjarnasonar og Elísu Valgeirsdóttur. Hún er hraust og tápmikil, 48 sentimetrar og 14 merkur.

Litla telpan er þriðja barn Elísu og Ingvars, fyrir eiga þau Þóreyju, 5 ára, og Kára sem er á níunda ári. Þau fluttu í Árneshrepp á síðasta ári, en Elísa er uppalin í Árnesi, dóttir Valgeirs Benediktssonar og Hrefnu Þorvaldsdóttur.

Nýi íbúinn okkar bætist í fríðan flokk stúlkna í Árneshreppi. Í skólanum eru þær Júlíana Lind Guðlaugsdóttir (12 ára) og Ásta Ingólfsdóttir (9 ára), Þórey byrjar í Finnbogastaðaskóla í haust, en næstar í aldri koma systurnar fjörugu í Bæ, Aníta (3 ára) og Magnea (bráðum 2 ára) og síðan Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir sem fæddist 20. maí á síðasta ári. Kári verður því enn um hríð að halda uppi merki stráka í Árneshreppi!

Litli-Hjalli óskar Ingvari og Elísu, Kára og Þóreyju, og öðrum ættingjum og vinum, hjartanlega til hamingju.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Árnes II-23-07-2008.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón