Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. janúar 2010
Prenta
Sigurður Atlason var valinn Strandamaður ársins 2009.
Úrslit liggja nú fyrir í kosningu á Strandamanni ársins 2009, en í síðari umferð var kosið á milli áhafnarinnar á Grímsey ST-2, Ingibjargar Valgeirsdóttur frá Árnesi í Trékyllisvík og Sigurðar Atlasonar á Hólmavík. Það var að lokum Sigurður Atlason sem stóð uppi sem Strandamaður ársins 2009, en hann hefur af og til lent í 2. eða 3. sæti í kjörinu síðustu ár. Af uppátækjum Sigga Atla sem er framkvæmdastjóri Strandagaldurs á síðasta ári má t.d. nefna opnun og rekstur á kaffihúsinu Kaffi Galdri og ýmsu fleiru.Þátttaka í kosningunni á Strandamanni ársins hefur aldrei verið meiri og síðari umferð kosningarinnar var spennandi.
Nánar hér á Strandir.is
Nánar hér á Strandir.is