Eyrarrósin afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00.
Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda: tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg - heimildarmyndahátíð á Patreksfirði.
Það verður tilkynnt við athöfnina hvert framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina í ár; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón kr. og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Hin verkefnin sem tilnefnd eru hljóta 200 þúsund króna framlag. Öll verkefnin hljóta að auki flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra flytur ávarp við athöfnina og tónlistarmennirnir Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson flytja tónlist.
Meira