Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. febrúar 2010 Prenta

Nýtingaráætlun strandsvæða Vestfjarða.

Drangsnes. Ljósm: © Mats.
Drangsnes. Ljósm: © Mats.
Fréttir síðasta misseri um stigvaxandi áhuga á fiskeldi og kræklingarækt í fjörðum vestra hafa kallað á viðbrögð hagsmunaðila og sveitarfélaga. Á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga hófst vinna á síðasta ári um skrásetningu nýtingar starndsvæðisins og stefnt er að gerð nýtingaráætlunar fyrir sama svæði,  hélt sambandið m.a. fjóra vinnufundi í nóvember s.l.., á Drangsnesi, Reykhólum, Patreksfirði og Ísafirði. Verkefnið byggir á samþykktum Fjórðungsþinga síðustu ára nú síðast 54. Fjórðungsþings og álits starfshóps sambandsins um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði. 

Ánægjulegt er fyrir samfélög á Vestfjörðum að áhugi er fyrir atvinnuuppbyggingu á þessu sviði, en um leið er mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða s.s. norðmanna og færeyinga hvernig best sé staðið að nýtingu strandsvæðisins. Umræða og ákvarðandi í gegnum áratugi hér á Íslandi varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið eru hér einnig umhugsunarhefni. Telja verður mikilvægt að til staðar verði aðferðafræði sem byggir á forsendum laga, þannig að unnt sé að tryggja réttláta málsmeðferð og vonandi réttláta skiptingu á milli þeirra sem hagnýta svæðið í dag og eða stefna á hagnýtingu þess í nánustu framtíð. Hér er um umfangsmikið verkefni að ræða og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa sýnt frumkvæði í að koma því áfram.  

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
Vefumsjón