Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. febrúar 2010
Prenta
Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir beiðni Íslandspósts um hækkun á gjaldskrá fyrir bréf.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína,þar sem stofnunin samþykkir beiðni Íslandspósts hf. um hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar.Stofnunin hafði áður heimilað fyrirtækinu að sameina þyngdarflokkanna 0-20. gr. og 21-50 gr. í einn þyngdarflokk 0-50 gr. Eftir sameininguna verður burðargjald fyrir bréf innanlands,innan einkaréttar, kr. 75. Hækkunin nemur rúmlega 5% og tekur gildi frá og með 1. mars nk.
Rökstuðning fyrir samþykkt PFS á beiðni Íslandspósts er að finna í ákvörðuninni sjálfri sem má nálgast hér fyrir neðan.